Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 33
....og hirtum sorpið úr forinni
hentum því upp á vörubílspallinn
sveittir
í svölu regni
Það var olíulykt
og dísilhljóö umkringt svimandi niði
og við hlustuöum hvorki né heyrðum,
né sáum hvernig spor okkar huldust regni
runnu saman við eðjuna . . .
Og snöruðumst inn í bílinn
og strukum móðu af rúðunum
kveiktum í kamel
með kanann á fullu
ókum af stað og austur miklubraut
hratt gegnum fossandi regnið
í umferðarstraumnum brunuðum yfir kringlumýri
framhjá shell stöövunum og áfram
upp yfir leitin
við grensás á rauðu Ijósi
var útsýnið ford hagkaup, og nokkru fjær
blokk við blokk við blokk saman í hnapp eins og blokkir
og lögreglubíll þaut hjá eftir silfurgljáandi götunni
undir Ijósastaurunum, stikilaugunum hljóðu.
Síöan beljandi gnýrinn
vatnsflaumur eftir endlangri brautinni
og silakeppsandskoti að þvælast — vió tókum fram úr
og gusurnar stóöu yfir helvítið
blikkandi Ijósum flautandi steytandi hnefa
og önnur þurrkan bilaði á móts við ellióaárbrýrnar
í brekkunni fauk af poki
splundraðist framan á fíat
eins og poki með úldnu skyri
sem þeytt er í mann í mótmælagöngu
— gáfum í botn framhjá esso
beygðum svo út í gufunes
vegurinn dílaóur pollum,
og drógum úr ferðinni
Regninu tók að slota
þaö smástytti upp . . . í lofti rofaði til . . .
og flæðandi sólskin
fjöll sem úr Ijósu mistri
útlínur esjunnar eins og örþunnar eggjar
og regnboginn hikandi, hátt
yfir verksmiðjureyknum gula sem barst yfir haugana
og hliðið beið, gapandi, líkt og kjaftur
sem við ókum í gegnum, inn í kæfandi daun
þar sem sorp lá eins og hráviði í gegnsóa dyngjum
kvikum af svartbak
um leið og við sturtuðum
dreif mávager að
og tók að rífa í sig ruslið
Reykjandi horfðum við á
þá borg sem bar yfir haugana handan við sundið
horfðum höggdofa
ókum svo enn af staó . . .“
G. H.
29