Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 45

Svart á hvítu - 01.10.1977, Qupperneq 45
Lísa, en þar að auki er hún dæmigerð manneskja sem lendir í kvörn auglýsinga og áróðurs og verður fjarstaddur fjölskylduvinur hvers heimilis þar sem mótstaöan gegn áróðri er engin. Andy Warhol þrykkti andlitsmynd af Marilyn Monroe í blokkir eins og frímerki, Joe Tilson stækkaði upp bros hennar, freistandi og bjóðandi og dularfullt (og má þar enn vísa til Mónu Lísu), Salvador Dali blandaði saman andliti hennar og Maó formans, — og svona mætti lengi telja. Þótt frægð Mónu Lísu og Marilyn Monroe sé ævintýri líkust og tilstandið í kringum þær hafi or- sakað ófáar sálarbólgurnar hjá aðdáendum þeirra, þá er hitt merkilegra hversu saklausir borgarar ánetjast draumnum um tilveruskipti, þeir ímynda sig í hlutverkum frægra persóna, kljúfa persónu- leika sinn eða leysast upp eins og glundur, — þessi furðulegu fyrirbæri eru að nokkru á dagskrá í bók- inni HARRY THE CAVEMAN. Af svipuðum toga og þær stöllur Móna og Maril- yn er hinn ilmsmurði súkkulaðistrákur kvikmynd- anna Gregory Peck, nú kominn að fótum fram. Hvað er eðlilegra en aó hann hljóti svipaða með- ferð og Móna Lísa? og þá ekki síður litli guli kjúklingurinn (Litla gula hænan?), litli blái hundur- inn og litli græni fiskurinn, persónur úr lygisögum barnanna, ævintýrunum. Einar Guðmundsson íslenzkaði söguna um HARRY THE CAVEMAN, felldi aftan af henni tutt- ugu blaðsíður og bjó henni stað í næsta skáldverki sínu sem kom út fimm árum síðar. Lablaða hérgula Skáldsagan LABLAÐA HÉRGULA er þverskurð- ur af 16,5 sm þykkum handritabunka sem höf- undurinn skrifaði á árunum 1969—73. í for- málanum er ágæt lýsing á vinnubrögðum við samningu prenthandrits, en athygli vekur að skír- skotað er til skúlptúrs, gefið er í skyn að verkiö sé myndrænt, — og skal ekki borið á móti því hér. Lesandinn getur því ímyndað sér höfundinn við pappírshnífinn þar sem hann sker handritabunk- ann í tvennt langsum eöa þversum og stillir honum síðan upp skoðandanum til yndis. í þessu felst við- vörun til lesandans um aó hér komi texti sem sé öðruvísi en annar. Og viðvörunin er ítrekuð strax í fyrstu máisgrein upphafskaflans: „Þannig gerast ævintýrin: Gamla blinda konan stóð við Ijósastaur og hlustaði eftir bílaumferð um Qötuna. Þá bar að unga manninn sem útskýringar- laust bauðst til að fylgja henni, gömlu blindu kon- unni, yfir götuna." En það skiptir kannski engu máli hvort Einar Guðmundsson vill leiða ráðvilltan lesandan um frumskógartexta bókarinnar, áður en varir eru menn flæktir innan um alls konar gróður þar sem sífellt er skipt um svið. Ungi maðurinn og gamla blinda konan Ijúga hvort að öðru og heyja með sér sérkennilegt ,,Einvígi“ í samræðuformi, t. d.: ,,Sá sem sefur meó opin augu hefur engin augnalok, sagði gamla blinda konan. Hugsanir sem leiftra um nótt lýsa ekki endilega upp umhverfi þess sem hugsar, sagói ungi maður- inn. Framtíöin er handa þeim sem nenna að leggja sig eftir henni, sagöi gamla blinda konan." Og stuttu síðar: „Aðstæður eru síbreytilegar sérstaklega þegar þæreru síbreytilegar, sagöi ungi maðurinn. Rétta lausnin hittir ekki ævinlega beint í mark, sagði gamla blinda konan. Venjulega dynur ógæfan yfir þegar verst gegnir, sagði ungi maðurinn." í svona smábrotum getur óvanur lesandi nú- tímaskáldverka fundið fastan punkt til að standa á, hér finnur hann ýmsar skírskotanir til þekkjanlegs veruleiks eða gamalla frasa, — og höfundurinn hefur kannski freistazt til að hjálpa honum yfir erfiðasta hjallann? í þessum kafla bókarinnar kemur til sögunnar fuglinn skógarþröstur, sex eggja faðir og talar mannamál. Hann kynnir unga manninn fyrir Tarz- ani apabróóur konungi frumskóganna, sem klæddur þykkri kuldaúlpu situr á bekk í lysti- garðinum. Taka þeir tal saman og ræða sérstak- lega um höfund Tarzanbókanna, Edgar Rice Burr- oughs, og þann svívirðilega sadisma sem viðgekkst í Hollywood í kvikmyndabransanum. í þessu sam- tali læöir Einar Guömundsson smáskoti í textann og virðist ætlað bókmenntalegum afturhalds- seggjum eða þeim nýjungamönnum sem vita ekki hvað þeir gera: ,,Þú mátt sannarlea þakka þínum sæla að hafa fæðst fyrir tilurðartíma „nýju skáldsögunnar" sagði ungi maðurinn. Ég ætlaði einmitt að víkja að því atriði. Edgar var það slunginn að láta sér detta í hug þann mögu- leika að drekkja mér í einhverju nýju byltingar- kenndu bókmenntaformi. En hann hitti aldrei á neitt nýtt byltingarkennt bókmenntaform og vissi auk þess mæta vel að Ameríka mundi ekki sætta sig þegjandi og hljóðalaust við neinar hundakúnstir sagði Tarzan apabróðir konungur frumskóganna.“ LABLAÐA HÉRGULA skiptist samkvæmt eðli sínu í marga ólíka þætti, en frásagnarhátturinn er sjálfum sér samkvæmur frá upphafi til enda og hver kafli vísar í smáatriðum á annan, stíllinn er mjög persónulegur og hæfir efninu fullkomlega, og eftir nokkra lestra verður heildarmyndin órofin í huga manns. Jafnvel MJÚKU LJÓÐIN sem virðast utan samhengis eru bergmál frá HARRY THE CAVE- MAN (sjá bls. 40 í LABLÖÐU HÉRGULU) og eiga sér samsvörun í HALLÓ, ávarpi stjórnanda Bezta Geimskips í Heimi sem hann flytur jarðarbúum. MJÚKI KAFLINN skiptist í 115 atriði, þar af eru mjúku Ijóðin fjörtíu og eitt, og kemur hér skýrt fram hvernig höfundurinn klæðir ádeiluna í gaman- saman búning: „9. Einhver þarf að taka ákvörðun um hvort hann eigi að ganga eitt skref fram á við eða eitt skref aftur á bak. Ef hann ákveður að ganga eitt skref fram á vió en kemst síðan að þeirri niðurstöðu að bezt að færa sig til baka sem nemur einu skrefi ber það vott um ríka tilhneiginu til að hjakka í sama farinu." 41

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.