Svart á hvítu - 01.10.1977, Síða 53
Fúturisminn
Bylting í listum og svo öfugt
Einar Már Guðmundsson
Fútúrisminn tjáir mjög ákveóna þætti veruleik-
ans. Hann erfæddur íEvrópu og dáinn íEvrópu. Þó
er fæðingarvottorð hans í Ameríku — og kannski
dánarvottorð líka, en það hefur ekki enn séð dags-
ins Ijós. Með öðrum orðum: fútúrisminn er dæmi um
það hvernig hin ójafna þróun tengist á þverstæðu-
kenndan hátt. Ameríka eignast tæknina, vélarnar,
en snauðustu Evrópuríkin — ítalía og Rússland —
eignast fútúrismann, eins og andlegt spegilbrot
þessarar sömu tækni. Það voru svo félagslegar
hræringar í þessum löndum sem gáfu fútúris-
manum inntak.
Án borgaralegrar tækni er fútúrisminn óhugs-
andi. Hann speglar í listum þá sögulegu þróun sem
hefst um miðbik 19. aldar og nær vissu hámarki í
fyrri heimsstyrjöld. Sókn eftir nýjum mörkuðum, al-
þjóðleg þensla kapitalismans, tæknilegarframfarir,
nýjar hugmyndir í vísindum, ekki sízt í sálvísindum
og heimspeki, — allt þetta gaf listrænni túlkun nýja
möguleika og ekki fór Ijóðlistin þar varhluta af.
Hið gamla og hefðbundna lendir í æ haróari
kreppu, klassíkin á góðri leið með að kiikkast í
geðkleyfu hárlosi nýjunga, skurðborðiö bíður og
freudistinn glottir . . . Gamlar hugmyndir líða ekki
undir lok, þær glata aðeins grundvelli sínum. Þar
meö skapast forsendur efahyggju eða þess sem
nefnt hefur verið gildiskreppa (værdikrise). Menn-
ingin hefur drepið guð og hann er ekki lengur
haldreipi nema til hengingar.
Hin kapitaliska verkaskipting leysti heildina upp í
agnir, jafnt í hinni efnislegu framleiðslu sem and-
iegum störfum. Ljóðið verður leið inní þjáninguna,
hreinsunareldur sem gubbar séníum, ein-
angruöum skáldum. Hefðin og mandarínar hennar
ónanera við arin klassíkur á meöan „hinir ungu“
þræða öngstræti hins nýja.
Hér liggja rætur hinnar Ijóðrænu bóhemíu,
skáldsins sem hlýtur ekki samþykki hins gamla en
loitast við að marka ný spor. Það er svo háð
félagslegum og sögulegum skilyröum hvaða
heimssýn hinir nýju straumar drekka í sig. Mo-
óernisku skáldin t. d. sem runnu undan blóði
Parísarkommúnunnar, hneigöust að symbolisma
°g bölsýni, m. a. vegna ósigursins. Eins er með
symbolismann rússneska, hann er eins og kvein-
stafir ósigursins 1905.
En þegar fútúrisminn kemur fram er sá veruleiki á
flótta, og ný kynslóð komin ný bóhemía, sem vill
hverfa frá innheimum til útheima, frá tungli til
jarðar.
í Rússlandi taka frjóustu fútúristarnir upp
félagslega róttæk markmið, gagnstætt hinum
ítölsku. Rússneski fútúrisminn er þverstæðukennd
blanda marxisma og formalisma. Róttækni þeirra
veldur því að þeir manngerva vélarnar, líta á þær sem
tæki til að þróa félagslegar aðstæður, þar sem ítölsku
fútúristarnir aftur á móti vélgerva manninn. Þeir tjá
hlutgerðan hugsunarhátt eða eins og Marinetti segir:
„Við erum meðvitaðri um leikinn en leikarana."
Eins og áður getur er þaó hin borgaralega tækni
sem gerir fútúriska tjáningu mögulega. „Fútúris-
minn á upptök sín í hringióu borgaralegrar listar, og
án hennar væri hann ekki mögulegur. Greinilegt
andstöðueðli hans er ekki í mótsögn við þetta
þegar öllu er á botninn hvolft." (Trotsky) I
Menntamenn- intelligentsan- eru ekki einsleitur
hópur, hvorki félagslega né hugmyndafræðilega.
Lagskipting þeirra, kynslóðabil o. fl. skapa ólíka
strauma. Sérhver staðlaður skóli leitast við að við-
halda sjálfum sér. Við félagslega árekstra og sam-
fara nýjum hugmyndum hefur hann tilhneigingu til
aó leysast upp eða stendur a. m. k. andspænis
nýjum straumi eða straumum. Þannig ræðst mo-
dernisminn — í byrjun þessarar aldar — gegn
safngervingu listarinnar, gegn rímaðri naglasúpu
næturgala og sértækum hugmyndum. Imagisminn
heimtar hluttækar myndir, sjálfstæöar myndir eins
og rifrildi úr verkaskiptum heimi. Expressionisminn
leitast við að sviðsetja vitundina sem tjáningu hins
fullkomna eða hins ófullkomna í manninum, og
súrrealisminn fetar í fótspor hans er hann varpar
draumnum á léreft eöa blað. Fútúrisminn snýst
gegn hinni „háleitu tónlist" symbolisma og trúar,
gegn ananassálmum Sévérjanins og hans líkra, og
pegn þeirri hefð sem þetta hvílir á. Allt hnígur sömu
braut: Hin yngri bóhemía er að tjá nýjan veruleik og
um leið leitast hún við að hafna hinum gamla til að
réttlæta sjálfa sig.
Ytri búnaður þessa er oft áherslan á hiö
hneykslanlega, tilraun til aó ganga fram af hinu
gamla. Rimbaud og Baudelaire hökkuðu í sig
ópíum, prédikuðu „ruglun skilningarvitanna". og
Baudelaire talaði um „aristokratiskt stolt yfir van-
þóknun annarra". Imagistar og fútúristar gáfu
dólgslegar yfirlýsingar um fortíðina — þennan
49