Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 55

Svart á hvítu - 01.10.1977, Page 55
fyrirlitlega safngrip. Fútúristar lögóu mikla áherslu á ytri búnaö, gul skyrta og klunnaleg slaufa var búningur Mayakovskys. ,,Gott, þegar gul skyrta/ ver sálina forvitnum blókurn." Þeir máluðu sig í framan grettu sig og geifluóu, ruddust inní sam- komusali og gerðu skandal. Ekki hefðu þeir verið ragir við að bendla Fjölnismenn við sífylis. Trotsky telur þessi leikbrögð ,,bernskubrek“, sem spegli vanmátt þeirra gagnvart hinum bylt- ingarsinnuöu hræringum. Flann segir: „Rússneska verkalýðsbyltingin brauzt út áður en fútúrismanum gafst færi á aó frelsa sig frá eigin bernskubrekum, frá gulu blússunum og ytri æsin- gum, og áður en þeir voru opinberlega vióur- kenndir, þ. e. gerðir pólitískir meinleysingjar í list- rænu tilliti. Við valdatöku öreiganna voru fútúristar á stigi ofsótts hóps. Og þessi staðreynd færöi fútúrismann nær nýjum kennimeisturum, sérstak- lega vegna þess að fútúrisminn átti auóvelt með aó nálgast byltinguna sakir virðingarskorts þeirra fyrir gömlum verómætum. En fútúrisminn bar einkenni síns uppruna, borgaralega bóhemíu, inná hið nýja stig þróunarinnar." Fútúrisminn er ekki einföld afneitun hefðarinnar. Hann gerir uppreisn gegn þeim borgaralegu blóó- sugum sem nærast á hefðinni, gegn þeim prelátum borgaralegrar menningar sem gert höfðu hefðina aó steingeldri fortíðarhrifningu. ,,En merkingarfirra þessa (þ. e. að fútúisminn sé einföld höfnun á for- tíðinni) verður augljós þegar um verkalýðsstéttina ræðir" segir Trotsky. Þetta byggir hann á því aó verkalýðsstéttin bjó ekki yfir neinni bókmenntalegri hefð. Það var hlutverk hennar á komandi tímum, aö ná valdi yfir heföinni til aó geta sigrast á henni. Vegna þessa lítur Trotsky á fútúrismann sem ,,of- viðri í lokuðum heimi menntamanna", þeirra menntamanna sem ekki féllu, lágu hundflatir fyrir stílbrögöum fortíðarinnar eins og konu, heldur skorti sálrænan endurnýjunarmátt til að mæta nýj- um tíma. ,,Það er bóhemiskur nihilismi í oflátungslegri höfnun fútúrista á fortíðinni en ekki próletarisk byltingarstefna. Við marxistar búum yfir hefóum, en þar með er ekki sagt að viö séum byltingarmenn" (Trotský)3 En hverju voru fútúristar að hafna? Voru þeir aö hafna gömlum veruleik eöa voru þeir aö bregðast öðruvísi vió nýjum? Að mínu mati er hió síóara for- senda hins fyrra. Með því að túlka nýjan veruleik afneita þeir hinum gamla að nokkru leyti. Symbolisminn sem þeir risu gegn hafði átt fullan rétt á sér, m. a. sem andsvar við ósigrinum 1905. En með breyttum veruleik í kringum styrjöldina stóöu menn andspænis vandamálum, sem leysa skyldi á hinu hversdagslega plani. Nú sögðu dagblöð og áróðurspésar meira en tarotspil og kampavín- dregnir ananassálmar. Hin symbolska dýrkun á dulrænu höfóaði ekki til þeirrar ungu kynslóðar er horfði framaní stríðsmálaó andlit kapitalismans, og var reióubúin að fletta af því grimmdinni eða a. m. k. veita því skrámur. Um 1908 tekur að örla á uppreisnarhræringum í listum. Ungir menn vilja bylta Ijóöinu eins og kú- bistar og impressionistar málverkinu. Þessir hópar eru ekki fullklárir á sjálfum sér og tjá m. a. áhrif frá Marinetti, en rússneskir fútúristar standa þó í heild í lítilli þakkarskuld við hann. Hann á þó líklega nafnió á firmaskrá sögunnar. Fyrsta fútúristaávarpið leit dagsins Ijós 1912. Þaö var samið af Burljúk, Krútsjonikh, Klobníkov og Majakovskí. Þaó bar hiö óvægilega heiti: Al- menningsálitinu gefið á kjaftinn. Það hefst á ruddalegri staðhæfingu: Við einir erum andlit tímans. Allt er það hlaðið myndrænum hvatn- ingum eins og ræða eða ,,opið“ Ijóð: Dostojevski og Tolstoy á aö „henda fyrir borð á gufuskipi samtímans." Og „Allir þessir Maxim Gorkíar, Blok- ar . . .“ (takió eftir fyrirlitningartóninum) eru undir sama þaki, „alla dreymir þá um einbýlishús við ströndina" og „Af hæðum skýjakljúfanna lítum við auðviröileik þeirra." En þrátt fyrir þessa níhílísku þætti, þetta stolt neitunarinnar setja þeir fram ákveðna kröfu. Þeir heimta: I. rétt til að nota orðaforðann að eigin vild — auka hann. II. rétt til ótakmarkaðs haturs á öllu máli, sem notaó hefur verið fram að þessu. III. rétt til að hrifsa tignina af grobbhausum bók- menntanna og það með hrollvekjandi tilburöum. IV. rétt til að standa á fjalli flt. orðsins ,,VIГ. Yfir þessu ávarpi hangir höfuð Marinettis eins og dauf Ijósakróna. Áherzlan er sú sama og hjá ítölunum: troðið fortíðinni í rassgat akademíunnar, yfirgefið hina sökkvandi fornaldarfegurð og faðmið hió vélræna nú. Troöum tunglsjúkum tilfinningum í pústurrör sporvagna og drævum gegnum um- ferðarmiðstöó hversdagsins, því þar býr fegurðin með stóru effi. Þaó er einhver þvíumlíkur töffara- bragur eða þetta faðirvor fyrirlitningarinnar, sem gefur rússunum og ítölunum svipaðan blæ. Almennt má segja að fútúristaávarpið spegli of- stæki nýjunganna, fullkomna fyrirlitningu á ellinni. Þetta er alþýðlegur jakobinismi sem einnig má finna í kvæðum þeirra, eins og t. d. Makovskis. Sbr eftirfarandi. Svo flögg megi trosna í stórskotadyn, eins og jafnan á merkisdögum hjá okkur — þá, Ijósastaurar, dragið að hún kauphéðnanna blóðugu skrokka. Hvern rámar ekki í Robespierre? eða sama Jakobinska ofstækið þegar ráðist var á vetrarhöll- ina og allt brotið og bramlað og fútúriskur málari skellti skeggi á hverja kvenmynd sem fyrir var? Gárungarnir segja að það hafi farið tepruhrollur um miðstjórnina.4 Fútúristarnir rússnesku litu á skáldskap síns tíma sem nautnalyf, veruleikafirrtan vímugjafa. „Bak við listgagnrýni þeirra lá gagnrýni á samfélagið" segir CM. Bowra í bók sinni „The Creative Experiment". Þetta er afar mikilvægt vegna þess að aðferða- fræðilegir skoðanabræóur þeirra á ítalíu litu lífið ekki sömu augum. Hjá Marinetti er það dýrkun hlutanna í sjálfu sér, vegsemd athafnar og dýrð 51

x

Svart á hvítu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.