Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 57

Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 57
ekki stundum glitta í ofurmenniö t. d. í kvæöum Mayakovskis: „hér prédikar / stynur hamast / hinn dómharöi Zaraþustra okkar daga“.6 „Viöbjóður á takmörkunum og kreddum hins gamla lífs getur af sér nýjan listrænan stíl sem útgönguleið og þannig er viðbjóðurinn yfirunninn.“ (Trotsky)7 Á þennan hátt bregst hin skapandi bóhemía við veruleik sér andsnúnum, þ. e. hún flýr inní viðfang sitt, og reisir sér þar heimkynni, eins konar gervi- heim sem lifir sjálfstæðu lífi. Það er söguleg sérstaöa rússneska fútúrismans aö þetta ferli er ekki leitt aö sinni rökrænu niður- stööu. Þannig er það andúðin og fyrirlitningin á hinu gamla ásamt áherslunni á hið tæknilega og þróaða sem rennur í farveg októberbyltingarinnar. Almennt séö þróast þeir ekki frá hinu byltingar- kennda inntaki yfir í fútúriskt form heldur öfugt. M. a. í þessu er sögulegt mikilvægi þeirra fólgið, en um leið sá hæll sem kenndur er við Akkiles. Byltingin tjáði stærri hugarheim en bóhemiskan uppreisnaranda. Trotsky orðar þetta á eftirfarandi hátt: „Hin fútúrisku skáld hafa ekki náð nógu miklu valdi yfir heimssýn kommúnismans til að finna henni lífræna tjáningu í orðum.“8 Þennan skort á heimssýn telur Trotsky oft leiða út í uppreisn uppreisnarinnar vegna, tilhneigingu til aö gera hávaöa út af engu. Þetta segir hann aö gildi Þó ekki um kjarna fútúriskra verka, þar eö þau miði aö hnitmiðun. Bezímenzki, sem var undir sterkum áhrifum frá Mayakovsky, telur hann tjá hina kommúnisku heimssýn í listrænu formi, og það vill hann rekja til þess að hann hafi farið frá byltingar- hyggju til Ijóðagerðar, frá inntaki til forms, eða eins og hann segir, aö Bezimenzky „hafi verið andlega fæddur inní kommúnismann." ,,Við gengum inní byltinguna á meðan fútúristar duttu oní hana“ (Trotsky). En aðstæður byltingar- innar gerðu það verkum að fútúristar sneru ekki aftur til fyrri heimkynna, þau voru horfin, og hið gamla neikvæði breytist í jákvæðan fögnuð, eins og vikið verður aó síðar. Byltingin var amfetamín fútúriskra Ijóða. Hún sneri heimi þeirra á haus og ruglaði öllum við- miðunum þeirra. Hún var það sögulega ferli sem Þeir reyndu nú að finna sig í og upplifa, og þá upplifun vildu þeir færa öörum. En þeir nálguðust hana flestir á eigin forsendum — sáu hana sem raungerðan draum hugsýna. Sjónarhornið var hið gamla bóhemiska, draumarnir bara háleitari og fyrirlitningin orðin að ást. Þannig greip LEF (fé- tagsskapur fútúrista, sem gaf út tímarit og var mjög sundraður) hugmyndir úr fjarlægri framtíð og setti þær fram án nokkurrar fótfestu í örsnauðri samtíð. Þannig er fútúrisminn háöur mjög konkret aöstæðum. í rauninni á hann sér hvergi fótfestu þar sem aðstæður eru stöugar. Hann finnur sig best sem mótmæli einhvers. Trotsky lítur á fútúriska list sem brú til nýrrar og fullkomnari listar, brú þar sem alþýóan dokar við og sötrar menninguna til að ná heimsbyltingarsinnuðum þroska. Trotsky taldi jafnframt að fútúrisminn yrði að hafa endaskipti á sjálfum sér. hann yrði aö slíta sín bóhemisku bönd og gera uppreisn gegn eigin for- tíð. En til að geta gengið í gegnum slíkar breytingar yrði hann aó standa á eigin fótum og vera óháður opinberum afskiftum. Hin félagslegu verkefni sam- fara þessu, segir Trotsky, er þróun tæknilegrar og efnislegrar menningar til að gera fjöldanum kleift að njóta lista. iajvta. rOPOflCKOH TEATPt * I3-ro amrtuw Bi cyÖÖory 12-ro h b I vll.rhnil 1 »B.MnmoBCHnro.M Jiirn lunniui luimiii •tirintnr, um nsnn nrnim i noMK Bt cyfiöoTy, 12-ro anpKjin, J ! Bt> BOCnpeceHM, 13-ro anpKna, llllll llll lAlEQlCKArO. 111111 im luioiciiro. L Jmpn B utfrm lurnin 77*1'. T 1 U A ( L Jmí 1 PA r*BMi 1 (an wn'. ■ u ■ jiuccabiiE. liilii Iim. lÓMAUIA 11 lumuiv 1 t iTáiíiicYu 1 niniciii 1 1 liJ^uSn Han&ao ackhíM n. mcotrv i.__r~ Augslýsing Fútúrlsta 1914. Allt þetta á við þegar Trotsky setur þessar kenningar fram (1922). En þegar stjórnvöld fara að grípa meðvitað inní þróunina er þetta ferli í rauninni rofið utan frá. Til að glöggva okkur betur á þeim hlutum skulum við skoða hina bókmenntalegu þróun í byltingunni. Á tímabilinu eftir 1917 eru það aðallega tveir listrænir hópar sem telja sig afurð byltingarinnar, fútúristar og Öreigamenning. Aðrir hópar greina sig meðvitað frá ýmsum þáttum hennar, þó að þeir hafi viðurkennt hana og jafnvel fagnað henni. Á þessu fyrsta skeiði byltingarinnar var frelsi til list- rænnar sköpunar varið af ábyrgum öflum, eins og Trotsky og Lunachavsly, sem var menntamálaráð- herra. í ályktun frá 1925 viðurkennir flokkurinn borgaralega hliðarhópa, höfunda sem skoða lífið án pólitískra og sögulegra markmiða. Öreigamenning taldi sig eina fulltrúa verkalýðs- ins, það væri líf hans sem bókmenntirnar ættu að tjá, og hann ætti að skrifa sjálfur sögur um þetta líf. Slíkar kröfur áttu sér málpíþur innan flokksins. Réttlæting þessa var sú að verkalýðinn þyrfti að vekja til menningarlegra dáða og þar væri öreiga- menning nokkurs konar miöstöð, þar sem ritglaðir 53

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.