Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 59

Svart á hvítu - 01.10.1977, Side 59
efnahagsforma, og viö slík skilyrði, sem og raunar önnur, væri fráleitt að kefjast einsleitra (homogen) bókmennta. Þessar kenningar hlutu í fyrstu lítið andsvar. Tveggja annarra hópa er mikilvægt að geta vegna þess að listrænt leika þeir stórt hlutverk í byltingunni. Það er annars vegar hópur breyttra landamerkja, Smena Vekh, undir forystu Ustryal- ovs, og hins vegar symbolistar. Smena Vekh voru útlagar, og áttu margt sam- eiginlegt meö samferðamönnunum. Hugmynda- fræðilega eru þeir haldnir stórrússneskum hroka. Ustryalov segir byltinguna góða, að því leyti að hún er rússnesk, en vábrestir hennar eru þeir að stór hluti leiðtoganna eru gyðingar og auk þess er hún alltof þjóðfélagsleg. Þeir eru hrifnir af NEP-stefn- unni sem leið frá byltingunni. Symbolistar sjá hið fullkomna í byltingunni, fagna hinu austræna, hafa andúð á vestrinu. Þeir töluðu um „austræna túlkun á marxismanum." Þeir þrír hópar sem hér hefur lítillega verið drepiö á, tengjast allir byltingunni á eigin forsendum. Hún fellur eins og steinrunnið kerfi oní blekkingar þeirra. Allir þessir skólar nutu vinsælda, og að minnsta kosti tveir þeirra gera ráð fyrir sjálfsþurftar rússlandi í andlegum og efnalegum skilningi. Þannig birta þeir bókmenntalegan grundvöll þess er síðargekk undir heitinu „Sósíalismi í einu landi". Sú kenning á mun meira skylt viö austrænt mikil- Kasimir Malevich, „Englendingur í Moskvu", 1914. mennskubrjálæði en marxisma, enda hefur hún æ síðan verið haldreipi skrifræðisins. Krafan um flokkstjórn á listum fer að heyrast upp úr 1922. Hún átti sér marga talsmenn innan Ör- eigamenningar. Henni var ekki lengur ætlað það menningarlega sjálfstæöi sem hún hafði markað sér í upphafi. 1923 er „Októberhópurinn" stofn- aður. Hann var nátengdur flokknum, og tímariti hans, NA POSTU, Ijá margir flokksmenn nafn sitt. í febrúar 1924 sendir Októberhópurinn frá sér ávarp, þar sem hamrað er á pólitísku inntaki bók- mennta og krafist öreigamenningar. Sama ár koma fram kröfur um opinber afskipti í andlegum efnum. Búkarin segir flokkinn eiga að hafa stefnu „á öllum sviðum hugmyndafræðilegs og andlegs lífs, jafnvel í stærðfræði".10 1925 veröur andstaðan við nútímalegar til- hneigingar meiri og með fyrstu 5ára áætluninni fylgir ályktun til rithöfunda, þar sem séreðli lista er viðurkennt en krafist félagslegrar forystu.11 Varkárni skrifræðisins viö að hrinda endan- legum markmiðum sínum í framkvæmd má e. t. v. rekja til tilvistar vinstri andstöðunnar, sem hélt á lofti kröfum um frelsi listarinnar. Samfara upplausn hennar og minnkandi andstöðu innan flokksins, gefst hinu staliniska skriffræði færi á að ná valdi yfir andlegri sköpunarstarfsemi, og setja fram fárán- legar kreddur sem leiðarljós listamanna, kreddur sem að lokum leiða til þeirrar niðurstöðu er Henry Avron lýsir í bók sinni Marxist Esthetics. Hann segir: „Hrein og einföld dýrkun á flokks- ákvörðunum fær hið viðhafnarmikla heiti sósíaliskt raunsæi og er fagnað sem sigurvissu skrefi fram á við, en rithöfundar sem sýna hið minnsta sjálf- stæði, jafnvel af meinlausustu gerð eiga strax á hættu að vera brennimerktir af pólitískum yfirvöld- um sem formalistar."12 TILVITNANIR ’ Leon Trotsky. Literature and revolution, Ann Arbor Paper- back bls. 127. 2 Sama rit bls. 129— 130. 3 sama rit bls. 131 4 sjá J — M Chauvier, Sólsénitsín — pólitískt mat, T.M.M. 3—4 '75. 5 Trotsky, sama rit bls. 165. 6 sjá G.M. Hyde Russian Futurism, Modernism (Penguin) 7 Trotsky, sama rit, bls. 145. 8 Trotsky, sama rit, bls. 146. 9 ívitnun úr E.H. Carr, Socialism in one country II. bls. 89. 10 sama rit bls. 92. 11 sjá Henry Avron, Marxist Esthetics, bls. 68-69, Cornell un- ' iversity press. 12 sama rit bls. 69—70. HEIMILDIR: Valdimar Majakovsky, Ský í buxum, Helgafell 1965. Valdimar Majakovsky, Poems, Progress Publishers Moscow Árni Bergmann, Valdimar Majakovsky, T. M. M. 4.1960. C. M. Bowra, The futurism of Mayakovsky, í The Creative Exp- eriment. E. H. Carr, Socialism in one country I E. H. Carr, Socialism in one country II Henry Avron, Marxist Esthetics, Cornell university Pres G. M. Hyde, Russian futurism, í Modernism (Prenguin) Camilla Gray, The Russian Experiment in Art Tand Leon Trotsky, Literature and Revolutin Shklovsky, Mayakovsky and his Circle. Pluto Press. 55

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.