Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 21

Svart á hvítu - 01.10.1978, Qupperneq 21
& á hvaða forsendum þá var það óhagganleg staðreynd að L. hafði hlotið þetta eftirsóknarverða starf & hún var í senn öfunduð grimmu hatri & dáð takmarkalausri virðingu af kynsystrum sínum & strákarnir þorðu naumast að klámyrða á hana slík tignarmey þótti hún starfans vegna í launhelgum sláturhússins. Sjálf var hún í raun & veru & innst inni ekkert yfir sig hrifin af starfinu er svo margir þráðu & fengu ekki þótt því fylgdu ýmsir kostir & hlunnindi en aldrei lét hún orð falla í þá átt né íaði að því annan veg & hún skildi hreint ekkert í því hvað það eiginlega var sem olli hinni gífurlegu eftirsókn í það er hún þráfaldlega varð vör við hjá hinum stúlkunum í sláturhúsinu. Það var að vísu bærilega launað í dagvinnu & stundum var hún jafnvel ræst á næturnar & slík auka & næturvinna drýgði mjög kaupið & hefði átt að vera kærkominn fengur en L. kunni því miður vel þrátt fyrir auka- greiðslurnar & upþeldi sitt hún svaf fast & var sein að vakna & henni var illa við að vera rifin upp um miðja koldimma blánótt til að vinna. & að auki var starfið ákaflega óþrifalegt nákvæmnisverk & ógeðslegt eða svo fannst henni. Það var í stuttu máli í því fólgið að þvo & hreinsa sem allra vendi- legast & nostursamlegast ganginn alltfrá útidyrum herbergið eða Kapelluna svo & sjálfa Rafkindina. Hún fékk þau fyrirmæli þegar í upphafi að ekki dygði neitt hálfkák eða flaustur & henni var það gefið í skyn aö litið væri eftir þeim er þarna unnu. Allt hreint þrifalegt & þokkalegt þannig hljóðuðu hin opinberu fyrirmæli enda veggir tjaldaðir há- rauðu flaueli & gólfið lagt hvítum & svörtum marmarahellum & líktist taflborði. L. komst fljótlega að raun um það að á þessum stað njósnaði hver um annan & sláturhússtjóranum bárust einatt sam- stundis fregnir ef einhverjum höfðu orðið á mistök eða vanrækt eða framkvæmt með hangandi hendi skyldu sína & öllum yfirsjónum fylgdu misþungar ávítur jafnvel viðvaranir & L. sem rennt hafði grun í einhverjar þvílíkar aðgerðir þegar er henni var skýrt frá starfinu með fyrrgreindum aóvörunum á rósa- máli ákvað að gefa á sér engan höggstað & rækti skyldustörf sín dyggilega. Enda kom aldrei til þess að hún væri kölluð á einræður við sláturhússtjóra & vítt en á hinn bóginn féll aldrei eitt einasta stakt viðurkenningarorð um lagni hennar af vörum sláturhússtjórans. í sem skemmstu máli: hann yrti aldrei á hana. L. lét sér í léttu rúmi liggja það sem þarna fór fram enda engin kveif eða veifiskati gagnvart aftökum & ýmsum fjölbreytilegum afbrigðum líflátsafbrigða einsog svo margir núádögum & henni fannst það í furðulegra lagi & óþarfa fastheldni á úrelta siði þagnarheitið sem hún var látin vinna við ráðningu. En oft var subbulegt um að litast eftir að tækið hafði verið notað & flosdúkurinn á marmaragólfinu sem lá alla leiö frá einkainngangi sláturhússtjórans þar sem einnig hrútarnir voru leiddir inn & að stein- þrepunum upptil Rafkindarinnar útsparkaður & drullugur eftir skepnurnar oj. Oj er ekki hægt að þvo á þeim helvítis lappirnar í útidyrunum? And- stæðan milli hins konunglega glæsileika kapell- unnar & hinsvegar drullugra rassklepróttra hrút- anna & drullunnar eftir þá margfaldaði & undirstrik- aði einkum hið síðarnefnda í sölunum átti ógeðið á hinn bóginn heima & féll inní heildarmyndina & því varð skjótlega vanist. Hægra megin við Rafkindina var steinþró hin vandaðasta smíð enda sérstaklega höggvin af þjóðfrægum listamanni í sinni grein & fyrir þetta herbergi & þangað voru hrútarnir dregnir & skornir eftir að þeim hafði verið hleypt á hana. En þar var niðurfall & rennandi vatn & því hægðar- leikur fyrir L. að þrífa en leiðin þangað & eftir mar- maragólfinu útað hliðardyrunum hægra megin var blóðug & ógeðsleg & marmarinn átti að vera gljá- andi hreinn áður en næsti hrútur væri leiddur inn oftlega að bragði & stundum komu tarnir & L. fékk velgju af blóðinu & skítnum. Allir sem þarna störfuðu urðu að sýna gæzlu- mönnum sérstök skilríki áður en þeim var hleypt inn. Gæzlumennirnir voru fjórir & unnu í vöktum tveir á daginn & tveir á næturnar. Þeir sem unnu í sjálfri kapellunni voru þrír talsins auk L. tveir sem sáu um hrútana að leiða þá inn & á & frá kindinni að þrónni & útá gang & frammí hægri álmuna & einn raftæknifræðingur sem hafði veg & vanda af hinu hugvitsamlega tæki sem var í raun hreinasta undur svo eðlilegt var það & náttúrlegt gaf jafnvel frá sér vissa lykt & ekki að kynja þótt mörgu karldýri yrði umgengni við það the ultimate satisfaction einsog tæknifræðingurinn orðaði það svo hnyttilega. Undir hans leiósögn hreinsaði L. Rafkindina & dugði þar ekki hraðvirkni heldur aðeins vandvirkni nostur & aftur vandvirkni & vakti það furðu hennar af hvílíkri ást & umhyggju raftæknifræðingurinn fór höndum um tækið strauk því klappaði & kjassaði en virtist ekki sýna L. hinn minnsta áhuga eða athygli umfram þá sem starfið krafðist slíkt hefði þó verið eðlilegt & í alla staði heilbrigt hann um þrítugt & ókvæntur. L. var óneitanlega nokkuð spæld fyrst í stað en hún vandist því & hún átti fljótlega margra annarra kosta völ. Þessi fjögur sáu um allan undir- búning athöfnina sjálfa & eftirleikinn en auk þeirra var sláturhússtjórinn þó alltaf einnig viðstaddur þegar hleypt var á tvíræðið í þessu orðasambandi var staðarfyndni en oft var einfaldlega talað um að hleypa til svo sem: erverið að hleypatil íKapellunni Bensi? nei hún er ekki blesma fyrr en hinn daginn lagsi en þá fær hún líka fylli sína & þess háttar enda hafði hann undurgaman & óvenjulega & sjaldgæfa ánægju af því að fylgjast með athöfninni sem fór fram sem helg væri. Þessvegna hafði verið komið fyrir hægindastól & reykborði á upphækkun í horninu vinstra megin er gengið var inn einka- dyrnar þannig að hann hefði sem bezta útsýn yfir svæðið & sæi í smáatriðum allan framgang málsins með aðstoð óvenju fullkomins leikhúskíkis er hann hafði ávallt meðferðis í sláturhúsið. Hann var þá tíðum í silkislopp einum fata enda ók hann bíl sínum fast uppað sérinnganginum. Sláturhússtjórinn skríkti oft & hló af kátínu & var einsog færi krampi um hann allan & hjalaði við sjálfan sig á barnamáli meðan undirbúningurinn & athöfnin fóru fram en þegar straumnum hafði verið SVART Á HVlTU 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Svart á hvítu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.