Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 29
Filmíu fylla að vísu ekki kvikmyndahús mörg- um sinnum. Ekki get ég stillt mig um að minnast á rúss- nesku balletmyndina Rómeó og Júlíu, sem var sýnd í Tjarnarbíói örfáizm sinnum og síð- an hætt fyrirvaralaust. Ég fór sjálfur sneypu- för þegar ég ætlaði að sjá hana í annað sinn. Mér er óhætt að segja að ég hafi heyrt tugi manna harma það bráðræði að hætta sýn- ingum á myndinni og ég veit að ýmsir hafa leitað eftir því við bíóstjórann að fá aftur að sjá og þar sem þetta á nú að heita kvik- myndahús sjálfs Háskóla Islands skyldi mað- ur halda að þar fyndist vottur að menningar- legri ábyrgðartilfinningu. Þó bólar ekki á myndinni. Ég ætlaði að tala um Filmíu. Það er mesta þarfafyrirtæki. Þar hefur gefizt að skoða kvikmyndir sem hvergi sjást annarstaðar en í kvikmyndaklúbbum núorðið. Þar á meðal eru ýmsar ágætustu kvikmyndir sem gerðar hafa verið. Tvær myndir eftir mesta filmara sem lifað hefur, Eisenstein: Potemkin og Alex- ander Nefsky. Og nýskeð voru tvær myndir sýndar sem hrifu mig meira en aðrar kvik- myndir sem ég hef séð og mér finnst sannast sagna ég varla hafa notið kvikmyndar síðan því annað fölnar í samanburðinum. Þetta eru Jörð, eftir Dovsjenkó sem er eitt óslitið film- Ijóð og Fall Pétursborgar, eftir Pudovkin: hvorttveggja þöglar myndir þeirrar snilldar að það hvarflar að manni sem haft er eftir René Clair að talið hafi lamað kvikmynda- listina. Ætti ég að nefna fleiri myndir Filmíu koma í hugann: Man of Aran, ef tir Flaherty og ekki sízt Jóhanna af Örk eftir hinn danska snilling Carl Dreyer, sem hefur goldið snilli sinnar eins og fleiri á því sviði og verið lang- tímum saman verkefnalaus. Orðið, eftir hann verður páskamynd Bæjarbíós. Þetta eru myndir sem verða því meiri sem þær eru oftar skoðaðar, margslungin og ó- tæmandi verk unnin af mönnum sem töldu kvikmyndalistina öngra ambátt eiga að vera en standa fyrir sínu sem sjálfstæð listgrein. Starf Filmíu undir skörulegri stjórn Jóns Júlíussonar er mikilsvirði og því ekki að enda þessar línur með því að minna á það að víð- ast erlendis er svona starfsemi viðurkennd af ríkisvaldi enda styrkt og efld eftir því. Hér þarf Filmía að borga stórfé fyrir að fá að sýna myndir sínar í kvikmyndahúsi háskól- ans. Útvarpið Ég hef áður skrifað í þessa pistla að dag- skrá útvarpsins væri ömurleg og bjóst ekki við að hún gæti versnað svo að ástæða væri til að leita að lakari einkunn. En þó er sú raunin orðin og nú verð ég að segja að hún sé aumari en nokkru sinni fyrr. Mér er sagt að ennþá hafi ekki tekizt að setja saman vetrardagskrá og kominn marz- mánuður og betra að fara að spjara sig fyrir sumarmálin. Ég skil það vel að það er lam- andi að starfa undir núverandi útvarpsstjóra en hann er nú ekki nema einn og hvað eru þeir eiginlega margir í útvarpsráði? Jafnvel vinsælustu þættir frá fornu fari eins' og lestur Islendingasagna eru látnir niður falla. Hvers vegna? Þegar maður lítur yfir dagskrána þá er hún ein flatneskja og eyðimörk en Mozart- dagskráin á dögunum var unaðsleg vin í auðn- inni sem maður lifir lengi á. Hún var svo smekklega gerð að við ættum að eiga heimt ingu á því að þeir væru beðnir að gera meira af slíku, Árni Kristjánsson og Jón Þórarins- son. Því miður var ég erlendis þegar Árni Kristjánsson flutti Bach-þætti sína en hef ekki heyrt annað útvarpsefni lofað öllu meir af mönnum sem ég tek mark á. Örfáir ljósir punktar finnast. Mér koma í 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.