Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 18
THOR VILH JÁLMSSON : Rabbað við Walter Hudd Walter Hudd kom til Islands til að kenna leikurum okkar að flytja verk Shakespeare. Hann er ljúfur og hlýlegur í viðmóti og svo lifandi í ræðu að það er ekki hlaupið að þvi að skrifa eftir honum viðtal. Hann hefur á sér fágunarblæ hins menntaða Englendings sem hefur brotið af sér eylendingssérhætti Bretans og er víðsýnn og frjálslyndur í skoð- unum sem hann fer ekkert varlega með. Hann hikar ekki við að svara spumingum mínum, þarf ekki að leita orðanna, þau koma eðlilega og óþvingað. Hvað finnst ykkur — em sannir leikar- ar ekki sérstakur þjóðflokkur, óháðir hin- um rauðu línum landabréfsins, kannski ein- hverskonar kynjaverur loftsins sem koma aðvífandi til að þéttast í þessari efnismynd eina stund og annarri liina stundina, kannski hafa tímamælar okkar varla þokazt meðan ólíkum myndum brá fyrir. Og þó: leikarar, þeir eru eins og aðrir lista- menn: þúsund þjóðflokkar, ég og þú. Snemma í talinu bar okkur að tilraunum að kvikmynda Shakespeare. Ég spyr: Orkar það ekki illa á yður sem homme de théátre, leikhúsmann, að verið sé að kvikmynda Shakespeare ? Nei alls ekki, segir Hudd. Þvert á móti. Ég held að leikrit Shakespeare séu einmitt 12 Walter Hudd — Ljósm. Kaldal mjög vel fallin til kvikmyndunar. Atburða- rásin er svo hröð og sviðskipti ör og leikrit- in veita kvikmyndaranum mikla og stór- brotna möguleika en vitanlega glatast Ijóðið að miklu leyti. Hvernig falla yður kvikmjmdir Sir Laur- ence Olivier? Hamlet var gerður of einfaldur, svarar Hudd, en með þessu móti kynntist gífurlegur fjöldi fólks verkinu sem annars hefði ekki komist í neina snertingu við það og það er kannski höfuðávinningurinn við þá mynd. Fannst yður Hamlet ekki vera það sem Frakkinn kallar Théátre filmé, kvikmynduð leiksýning? Má vera. Aftur var Hinrik 5. að öllu leyti vel heppnuð sem kvikmynd. Miklu betri kvik- mynd en Hamlet enda er þar minna um heim- spekilegar vangaveltur. Hinrik V. er atburða- mikið leikrit og í því er hröð líkamleg og andleg hreyfing. Ég held kvikmyndin hafi verið betri en nokkur leiksýning gæti orðið á því verki. Nú hefur Olivier gert nýja Shake- speare-mynd: Richard IH., ég hlakka mikið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.