Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 27
THOR VILHJÁLMSSON: S y r p a Það er annað en gaman að fara nú að rif ja upp þá leiðindakröniku sem f jallar um afskipti íslenzks ríkisvalds af Rómarsýningu norrænn- ar myndlistar í fyrrasumar en þá fóru ýmsir náttúruféndur listar af stað til að rægja Félag íslenzkra myndlistarmanna og höfðu góða á- heyrn í stjómarráðinu. En tvennt er tilefnið að minnast á það mál. Alþingi hafnaði tilmælum Bandalags ísl. lista- manna nýlega um f járstyrk handa Félagi ísl. myndlistarmanna til að kosta þátttöku í sýn- ingunni. Svo mun hafa verið umsamið í ríkis- stjóminni og þá er varla þess að vænta að samvizka þingmanna fái svigrúm að athafna sig þegar fingur kippa í flokksspottana úr stjórnarráðinu og tjóaði ekki þótt mennta- málaráðherra væri erlendis en sá hefur verið erfiðastur viðureignar og mest á bandi helztu spillenda málsins þar á meðal nokkurra mynd- listarmanna sem hafa ekki náð verulegum árangri í myndlist en því meiri í misjöfnum söguburði og stunda mjög til þess að bera illt á milli, munu slíkir hafa orkað því með öðru að ýmsir ágætir eldri listamenn vildu ekki vera með í sýningunni. Og svo er það annað nýskeð að félag nokk- urra einstaklinga sem em þannig lyntir að þeir sækjast helzt eftir að vingast við Þjóð- verja: Germanía hefur fengið 15,000 króna styrk hjá Alþingi til þess að hafa einhvers- konar listsýningu úti í Þýzkalandi en af þeirri sýningu spyrst fátt en þó munu þar sýna nokkrir hinna beztu landslagsmálara en hinir aðrir þátttakendur af því tagi sem sumum hefði ekki þótt flíkandi með framandi þjóðum nema þá í Germaníufélagshóp ef hann er sam- valinn. Það spurðist að verið væri að pukra með myndir í Þjóðminjasafninu, sáust menn þar á ferli hinir heimuglegustu og þóttu siunir tortryggilegir og var ýmsum getum að þeirra samsæri leitt en upplýstist að þetta væru liðs- menn úr því þýzka félagi eða trúnaðarmenn menntamálaráðherrans. 1 þessu félagi munu vera flestir þeir sem í eina tíð hölluðust að nazisma, sumir þykjast hafa kastað þeirri djöflatrú en einhver kærleiksbönd virðast þó tengja þá og tíðleikar vera með þeim og menntamálaráðherranum en um það samband hélt hann ræðu um daginn og verður ekki frekar rakið hér nema hvað 15,000 krónur hafa hrotið af borði til að samtök þessara manna geti sýnt Þjóðverjum myndlist eftir félagsmanna einkasmekk en hann var þeirrar sérstæðu tegundar að þar var Guðmundur frá Miðdal í góðu gengi skráður. Höfðu menn- irnir ekki ráð á því að kosta sína einkasýningu sjálfir? Á aðalfundi Norræna listbandalagsins síð- astliðið sumar var samþykkt ályktun sem getið er í 13. grein fundargerðarinnar: „Sambandsráð norræna listbandalagsins á- kvað að láta í ljós ánægju sina og sanuið með þeim hætti er íslenzku fulltrúamir í norræna listbandalaginu leystu af hendi störf sín í sam- bandi við Rómarsýninguna“. Þannig litu starfsbræður myndlistarmann- anna á Norðurlöndum á málið þegar hin mis- tæka áróðursvél menntamálaráðherra hafði skurrað af öllum mætti og sendiherrar ís- lands látnir flytja erlendum þjóðum rangar túlkanir málsins og skulu nú dæmi nefnd. 1 bréfi íslenzka sendiherrans þáverandi í Stokkhólmi herra Briem til aðalritara Nor- ræna listbandalagsins Dr. Lindgren segir svo að á sýninguna skuli líta sem „einkasýningu“ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.