Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 24
NÍNA TRYGGVADÓTTIR:
FERNAND LÉGER
Ég minnist þess alltaf þegar ég sá Femand
Léger í fyrsta sinn. Það var hjá málaranum
og kvikmyndastjóranum Hans Richter í 28.
götu í New York. Ég hafði verið að nema
kvikmyndatækni hjá Richter um veturinn og
þar sem hann var einnig ágætur listmálari
hitti ég oft hjá honum ýmsa þekkta málara.
Léger vann um þær mundir með Richter að
myndinni „Dreams that money can buy“. 1
þeirri kvikmynd f jallar langur kafli um hann
og málverk hans. Það sem fyrst vakti athygli
í fari Léger var hve miklu þreki hann virtist
gæddur, kraftur hans og brennandi áhugi á
umheiminum. Þegar hugsað er til þessa þrótt-
mikla manns er erfitt að sætta sig við þá
hugsun að hann sé dáinn. Hann lézt úr hjarta-
slagi 17. ágúst síðastliðinn.
Fernand Léger fæddist árið 1881 í Norm-
andí á norðurströnd Frakklands. Hann hafði
í upphafi ætlað sér að nema byggingalist en
hvarf að því að stunda málaralist. Framan
af var hann undir ríkum áhrifum frá Cézanne
sem hann dáði mest allra málara.
Um 1910 kynntist hann Braque og Picasso
og átti með þeim upptök að þeirri stefnu
myndlistar er nefnist kúbisminn. Sú stefna
kviknaði sem einskonar andóf við impression-
ismanum sem túlkaði gjarnan leifturskynjan
hlutanna í ákveðnu ljósi. Kúbisminn skeytti
á hinn bóginn lítt um ytra útlit hlutanna
eins og þeir birtast auganu, heldur er þeim
umturnað og hagað eftir byggingarkröfum
myndflatarins.
Á Salon des Independtants í París árið 1911
Léger: Kona setn heldur á blómum (1922)
hélt Léger ásamt Picasso og Braque og nokkr-
um öðrum fyrstu kúbistisku sýninguna. Þar
voru einnig sýndar hinar fyrstu collages-
myndir, eða klipp-myndir sem sumir kalla,
í vestrænni myndlist en Japanir og Kínverjar
höfðu þegar tíðkað það listform í þúsundir
ára.
Léger hefur skilið og túlkað flestum nú-
tímamálurum betur sérkenni nútímans. Hann
hefur og sannað að vélar vorra tíma eiga
líka sína ljóðrænu eða lyrik. Honum er tamt
að nota form véla svo sem tannhjól og málm-
pípur og fleiri tákn vélamenningarinnar.
Manneskjuna málar hann aldrei sem einstak-
ling né aðalefni myndar, heldur lifir hún æv-
inlega á myndfletinum sem hluti heildar: hóp-
ur manna.
Mjmdin Kafararnir (Les plongeurs) sýnir
Ijóslega einkenni listar Léger og lífsskoðun
hans. 1 henni birtist hópur manna, engin til-
raun er gerð til þess að fullmóta hvern ein-
stakling heldur myndar hópurinn heild með
þróttmikilli hrynjandi: sýndur er fótur á ein-
um, hönd á öðrum, höfuð hins þriðja o.s.frv.-
Engum lætur betur en Léger að beita and-
stæðum til að skapa dramatísk áhrif. Hann
teflir ljósum litum gegn dökkum, breið strik
leikast á við fínlegar og nettar línur og einn-
18