Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 11

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 11
Magnús iiefur fengið að kenna á hörðu í uppvextinum? Það var nú meira andskotans háttalagið að ún Friðrika sáluga móðir hans skyldi láta bera barnið í skinnstakk yfir fjall, o-ho, í skinnstakk; þarna byrjaði þessi aumingi að orga, þegar hann kom upp á fjallið og alla leið bara heim í bæ; enginn gat huggað barn- ið — það var nú meiri gráturinn. Fólkið var líka svo vont við ann — hrædd ’ann bara og gerð’ onum allt til bölvunar sem hægt var; einu sinni ætlaði Magnús sálugi ofan stig- ann •— stendur þá ekki kelling á bakvið til að hræða ann. Þetta er ljótt; svona var nú farið með börnin í fyrri daga, þarna var hann laminn og barinn, svo sló hestur ann •— þess vegna varð hann nú sona; heilsulítill og dó fyrir aldur fram. Fóruð þið svo til ísaf jarðar eða hvað ? Jújú, vorum fyrst á Stakkanesi; þetta var svo voðalega erfitt, Magnús sálugi gekk ti\ vinnu út í kauptúnið, kom svo aftur að kvöldi, fékk þetta tvær krónur á dag og stundum ekkert. Það hefur oft verið þröngt í búi? Bara ekki grand; hvað hét nú búðin sem við verzluðum við — Skúlabúð já; einu sinni sendi ann mig í kaupstað til að sækja eitt- hvað; svo kom ég nú guggin aftur sko. •— Fékkstu nú ekkert lánað? segir hann. •— Ekki baun, segi ég, það er ekki til neins að senda mann sona, blessaður vertu — maður fær ekki lánað, þegar maður skuldar fyrir. — Farðu aftur, elskan mín, segir hann. — Jæja, bíddu hægan — mæti ég ekki Magnúsi verzlunarmanni þar rétt hjá. — Viltu tala við mig, Guðrún mín? — Það veit ég ekki, segi ég — ég er gift manneskja. — Svo kall- ar hann mig bakmegin inn — allt í sakleysi sko — sýnir mér niðrí fullan kassa, og þar var sykur, kaffi, rót, kringlur, rúsínur. — Hvað er að sjá þetta? segi ég. — Þú mátt eiga þetta, segir hann. — Magnús vill það ekki, segi ég. — Hann nær bara í kassann fyrir þig, segir hann — frúin afhendir hann, ef ég er ekki við. Æi, jæja — so fór ég heim. Og hvað sagðirðu nú þegar heim kom? Magnús minn, farðu til ans nafna þíns, segi ég, þar er kassi, þú tekur hann hjá frúnni, ef hann er ekki við — það er merkt allt. — Hvað er nú þetta ? segir hann — hver gaf þér þetta? — Vertu ekki hræddur um mig, segi ég, ég er nú laus við soleiðis — alla tíð verið og er enn í dag; hann Magnús gaf mér þetta — hann vissi ég fór 1 Skúla- búð og fékk ekkert þar. — Svo fór hann; kemur ann ekki aftur með hjólbörur upp með kirkjugarði og inn úr með öllu þessu í! — Ég segi ekki af því hvað kaffið var gott að fá. Þið voruð í Hjálpræðishernum á ísafirði? Það var ekki lengi. Sigurbjörn fékk hann í Herinn, Sigurbjörn Sveinsson — hann var líka skáld, þeir voru miklir vinir sko; hann kom oft í heimsókn þegar við vorum í hús- inu rétt hjá kirkjunni. Einu sinni segi ég við Magnús sáluga: ég er ekkert að elta þig niðrá Her, þið getið búið til sálmana, þó ég sé ekki við nefið á ykkur. En Magnús vildi ekki hætta við bækurnar sínar, sagðist ekki geta legið í því að búa til tóma sálma fyrir Herinn, svo við fórum bara eftir árið; éld hann hafi líka verið í stjórn erfiðismannafélagsins. Var Magnús ekki alltaf að skrifa? Lifandis undur af öllu, sögur af fólki sem kom skjaldan; hann sat svona með púltið í kjöltunni, skrifaði og skrifaði, hélt penna- stönginni milli löngutangar og vísifingurs — svo horfði hann á mig, sagði ekki neitt sko — ég var þá eitthvað að bardúsa; ætl- arð að segja eitthvað Magnús minn? segi ég — en hann hélt bara áfram að skrifa. Hvernig undir þú þessum skrifönnum hans? 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.