Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 10
Pabba sáluga var ekki neitt um þetta — nei. Þá segi ég við ann: þú mátt alveg vera viss um það pabbi minn, þó þú deyir og ég lifi, þá skal hann verða minn. — Þau eru auðnuleysingjar skáldin, seijrann. — Mér er alveg sama hvað sagt er, segi ég .... Skáldin auðnuleysingjar ? Þau eru það mörg sko. Eiga erfitt með að bjarga sér — þau geta það bara ekki. Samt hafa kynni ykkar Magnúsar haldið áf ram ? Jújú — auðvitað. Rétt eftir slysið kom Magnús sálugi í heimsókn. Nú hefur margt komið fyrir, segir hann. — Slysið, segi ég — nú er hann dáinn, já. Þá halla ég mér að onum og segi: nú hef ég þig .... Svo hefur dregið að því að þið opinber- uðuð? Einu sinni veturinn eftir var ég að sækja vatn í fötu út að lækjarsytrunni, varð að vaða snjóinn, þá var ihann að koma — ég átti ekkert von á onum; þá segir Magnús sálugi: Komdu sæl og síblessuð á sönnum gæfuvegi, meðan sjálfur guð er guð gleymi ég þér eigi. Þannig heilsaði hann mér. — Ú ættir nú að bera föturnar heim, segi ég — heim í bæinn; svo gerði ann það nú sko — þá vissi mamma ekkert um ann, fór strax aftur; þegar hann var kominn langt í burtu, kallaði ég: Nær kemurðu aftur? — Svona eftir viku, segir hann — og þá kem ég ekki allslaus. •— Uss, maður hringirnir sko — smíðaðir á Isafirði. Og það hefur allt staðið? Jájá, það var um kvöld í janúar 99; þá segi ég við mömmu: þú gefur okkur ekki kaffi, við erum trúlofuð — sérðu ekki hring- inn? — Ég á ekkert með kaffinu, segir hún. — Það gerir fjandann ekkert til, segi ég •— farðu ekki að baka, ég vil ekki hafa það, þið bakið allt á hellum, kladda eða hvað það er; þá var ekki mikið um kaffi og heitar pönnu- kökur, ni-i, ekki aldeilis. Svo hafið þið Magnús lagt af stað út í heiminn? Já — fórum fljótlega í Botn, innst í firð- inum; konan þar tók í nefið. — Bölvaður sóði er þessi kelling, segir Magnús. Svo ég segi einu sinni við ana — var nú ekkert reið samt: Guðrún mín, segi ég — þú átt alltaf að hafa fyrir vana að hafa klútinn í vasanum, en ekki við bollana. — O, maður hefur nú ekki vanizt öðru, segir hún. Magnús hefur gengið að slætti og þess háttar? Nei, hann var ekki fyrir sláttinn. — Bless- aður farðu ekki að slá, segi ég einu sinni — þú getur slegið þig í fótinn, — ekki fer ann Jóhannes að sjá um þig, þó þú slasist •— hann sem er alltaf á sjónum. Hvert fóruð þið svo frá Botni? Við fórum í Bæ sko, efri bæinn á Langhól; gekk með hana Magdalenu, fyrsta barnið okkar; þá sat yfir mér ljósmóðir, blessunin ún Guðríður mín, sem hjálpaði álfkonuíbarns- nauð, og álfkonan sagði við ana: það skal aldrei misheppnast hjá þér, af því þú hjálp- aðir mér. — Hún sat til fóta minna, var alltaf að blessa eitthvað yfir mig — gekk allt voða- lega vel. Þið hafið nú farið að hugsa til að gifta ykkur ? Jájá — en hann fékk það ekki. Einu sinni segi ég sona við Magnús sáluga: ætlarðu ekki að giftast mér, Magnús minn? Þá verð- ur hann eitthvað svo sár. — Ég hef þegið af sveit, segir ann — það er bannað, það eru lög .... — Þegar þú varst barn já, segi ég, þarna á Hesti — Önundarfirði sko. — Ósköp er ljótt í Önundarfirði. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.