Birtingur - 01.01.1956, Síða 10

Birtingur - 01.01.1956, Síða 10
Pabba sáluga var ekki neitt um þetta — nei. Þá segi ég við ann: þú mátt alveg vera viss um það pabbi minn, þó þú deyir og ég lifi, þá skal hann verða minn. — Þau eru auðnuleysingjar skáldin, seijrann. — Mér er alveg sama hvað sagt er, segi ég .... Skáldin auðnuleysingjar ? Þau eru það mörg sko. Eiga erfitt með að bjarga sér — þau geta það bara ekki. Samt hafa kynni ykkar Magnúsar haldið áf ram ? Jújú — auðvitað. Rétt eftir slysið kom Magnús sálugi í heimsókn. Nú hefur margt komið fyrir, segir hann. — Slysið, segi ég — nú er hann dáinn, já. Þá halla ég mér að onum og segi: nú hef ég þig .... Svo hefur dregið að því að þið opinber- uðuð? Einu sinni veturinn eftir var ég að sækja vatn í fötu út að lækjarsytrunni, varð að vaða snjóinn, þá var ihann að koma — ég átti ekkert von á onum; þá segir Magnús sálugi: Komdu sæl og síblessuð á sönnum gæfuvegi, meðan sjálfur guð er guð gleymi ég þér eigi. Þannig heilsaði hann mér. — Ú ættir nú að bera föturnar heim, segi ég — heim í bæinn; svo gerði ann það nú sko — þá vissi mamma ekkert um ann, fór strax aftur; þegar hann var kominn langt í burtu, kallaði ég: Nær kemurðu aftur? — Svona eftir viku, segir hann — og þá kem ég ekki allslaus. •— Uss, maður hringirnir sko — smíðaðir á Isafirði. Og það hefur allt staðið? Jájá, það var um kvöld í janúar 99; þá segi ég við mömmu: þú gefur okkur ekki kaffi, við erum trúlofuð — sérðu ekki hring- inn? — Ég á ekkert með kaffinu, segir hún. — Það gerir fjandann ekkert til, segi ég •— farðu ekki að baka, ég vil ekki hafa það, þið bakið allt á hellum, kladda eða hvað það er; þá var ekki mikið um kaffi og heitar pönnu- kökur, ni-i, ekki aldeilis. Svo hafið þið Magnús lagt af stað út í heiminn? Já — fórum fljótlega í Botn, innst í firð- inum; konan þar tók í nefið. — Bölvaður sóði er þessi kelling, segir Magnús. Svo ég segi einu sinni við ana — var nú ekkert reið samt: Guðrún mín, segi ég — þú átt alltaf að hafa fyrir vana að hafa klútinn í vasanum, en ekki við bollana. — O, maður hefur nú ekki vanizt öðru, segir hún. Magnús hefur gengið að slætti og þess háttar? Nei, hann var ekki fyrir sláttinn. — Bless- aður farðu ekki að slá, segi ég einu sinni — þú getur slegið þig í fótinn, — ekki fer ann Jóhannes að sjá um þig, þó þú slasist •— hann sem er alltaf á sjónum. Hvert fóruð þið svo frá Botni? Við fórum í Bæ sko, efri bæinn á Langhól; gekk með hana Magdalenu, fyrsta barnið okkar; þá sat yfir mér ljósmóðir, blessunin ún Guðríður mín, sem hjálpaði álfkonuíbarns- nauð, og álfkonan sagði við ana: það skal aldrei misheppnast hjá þér, af því þú hjálp- aðir mér. — Hún sat til fóta minna, var alltaf að blessa eitthvað yfir mig — gekk allt voða- lega vel. Þið hafið nú farið að hugsa til að gifta ykkur ? Jájá — en hann fékk það ekki. Einu sinni segi ég sona við Magnús sáluga: ætlarðu ekki að giftast mér, Magnús minn? Þá verð- ur hann eitthvað svo sár. — Ég hef þegið af sveit, segir ann — það er bannað, það eru lög .... — Þegar þú varst barn já, segi ég, þarna á Hesti — Önundarfirði sko. — Ósköp er ljótt í Önundarfirði. 4

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.