Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 46

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 46
Eitt og annað Asgrímur Jónsson Þótt seint sé vill ritstjórn Birtings bera fram heillaóskir og virðingarkveðjur við Ásgrím Jóns- son listmálara vegna áttræðisafmælis hans. Vegna þess afmælis hlotnaðist okkur það lán að sjá yfir- litssýningu á verkum þessa merka listamanns og sáðmanns í íslenzkri menningu. Það er ekki fyrir ræktarleysi eða skort virðingar að í þetta rit eru ekki af því tilefni skrifaðar lang- ar hugleiðingar um list Ásgríms, hana þekkir þjóðin og hefur tileinkað sér svo mjög gjafir þessa manns, þær eru svo mikill þáttur í lifandi menn- ingu íslendinga að fjálgar ræður bæta öngu við það sem allir vita. Frammi fyrir hinum einlægu látlausu listaverkum Ásgríms þarf ekki leiðarvísa eða útlistanir: sambandið er beint. Sinfóníuhljómsveitin og ný sinfónia Allir sæmilega innrættir menn hljóta að gleðj- ast yfir því að sinfóníuhljómsveitin okkar hefur verið sótt í það grafhýsi þar sem hún hafði fallið í ómegin í víðum og mjúkum náðarfaðmi óákveð- ins aðila. Og álitamál hvort hún væri eða væri ekki lengur til. Það er fagnaðarefni að á fyrstu hljómleikum hinnar endurreistu hljómsveitar skyldi vera flutt Ég birti hér andlitsmynd af honum, sem gerð var um 1370 f. Kr. og cr nú í listasafni Bcrlínarborgar. Nefið er brotið, en bæði á nefinu og hökunni getum við séð hve næmlega myndhöggvarinn hefur dregið fíngerða vanga- myndina. Við mundum kalla þetta sálfræðilega andlits- mynd, væri hún gerð á okkar dögum, og ég stenzt ekki freistinguna að setja hjá henni hliðstæða nútímamynd: „Oriel" eftir Jacop Epstein. Egyptar reistu stór hof. Salur hofsins í Kamok, sem stendur að nokkru leyti enn i dag, er borinn uppi af hundrað og sjö súlum. Þeir hjuggu súlnahöfuð i likingu við pálma og lótusblóm. Þeir gerðu einnig styttur og ristur trúarlegs eðlis, mannverur með ófreskjuhöfuð, sem menn vita ekki enn með vissu hvað tákna eigi. H. A. þýddi. ný sinfónía eftir ungt tónskáld, Jón Nordal. Vegna þess að ritið var nær fullprentað þegar verkið var flutt er enginn kostur þess að minnast þess við- burðar verðuglega í þessu hefti en Birtingur óskar Jóni Nordal til hamingju með fyrstu sinfóníuna sem flutt er eftir hann og fagnar því að geta fært lesendum sínum grein hans um Béla Bartók. Skyldi vera að hefjast nýtt tímabil í tónlistar- sögu okkar? Nú höfum við sinfóníuhljómsveit og ungir gáfaðir menn koma með verkefni handa henni og koma til liðs við brautryðjendurna. Upplýsingar óskast Ritstjórn Birtings óskar eftir að hafa samband við þann hlustanda útvarpsins sem hafi orðið var við fjölbreytta dagskrá þess annars staðar en í skýrslu útvarpsstjóra sem er birt í morgun. (11/4). Fundarlaun koma til greina. T.V. Leiðréttingar í jólaannrikinu slæddust nokkrar prentvillur inn í 4. hefti 1955, og eru lesendur beðnir velvirðingar á því. Leið- réttast þær hérmeð: merkingu þeirra á léreftinu — á að vera merkingar osfrv. (bls. 30, hægra dálki, 8. línu að ofan). þvi lífið, er kviknar — á að vera: þvi Ufi osfrv. (bls. 31, vinstra dálki, 5. línu að ofan). og sýnt slíka einbeittni — á að vera: ni sýnt osfrv. (bls. 31, hægra dálki, 9. línu að ofan). „Rauð sál víkur — á að vera: Rauð sól osfrv. (bls. 39, vinstri dálki, 7. línu að ofan). núbúnir — lesist: nýbunir (bls. 38, hægra dálki, 8. línu að neðan). þaðan hafa íslenzkar unglingsstúlkur flykkzt — lesist: þangaÖ hafa osfrv. (bls. 22, hægra dálki, 7. línu að ofan). systkyna sinna — les: systkina osfrv. (bls. 27, vinstri dálki, 25. lfnu að neðan). yfirskyni — lesist yfirskini (bls. 27, vinstri dálki, 14. linu að neðan). Uppganstímar — lesist uþpgangstimar (bls. 27, millifyrir- sögn í vinstri dálki). villst — lesist: villzt (bls. 27, liægri dálki, 8. línu að neðan). hugsast gæti — lesist: hugsazt gceti (bls. 27, hægri dálki, 3. línu að neðan). krafist — lesist: krafizt (bls. 27, vinstri dálki, 5. línu að neðan). 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.