Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 31
JÓN NORDAL: Um Béla Bartók Hnignun rómantískrar tónlistar um og eftir síðustu aldamót sýndi ljóslega að finna þurfti nýjan og heilbrigðari grundvöll fyrir komandi tíma. Ýkt og oft sjúkleg tilfinninga- semi einkenndi mest af því, sem samið var. Einnig bar tónakerfi það, sem blómstrað hafði í rúmar tvær aldir svo greinileg merki úrkynjunar að tilgangslaust virtist að halda lengra á þeirri braut. Á þessum tíma verða þáttaskil í nýrri tónlist, og þeir menn skjóta upp kollinum, sem mest áhrif áttu eftir að hafa á þróun þeirra miklu umrótatíma, sem nú fóru í hönd. Þessir menn áttu það sam- eiginlegt að vera óánægðir með ríkjandi þró- un, en áttu einnig nógu skarpa eðlisávísun, gáfur og dómgreind til þess að skapa varan- leg verðmæti á tímum þegar hefðbundnum reglum hafði verið varpað fyrir borð og gert var gys að öllum gömlum sannleika. Þeirra á meðal var Ungverjinn Béla Bartók. Hann var af almúgafólki kominn, fæddur 25. marz 1881 í smábænum Nagy-Szent-Miklós. Þegar á bamsaldri duldist ekki að með honum leynd- ust frábærir hæfileikar. Hann byrjaði snemma að semja lög, og tíu ára gamall kom hann fyrst opinberlega fram og lék sín eigin verk á píanó. Föður sinn missti hann ungur, og fluttist móðir hans nokkru síðar til stærri borgar til þess að gefa syni sínum kost á fjölbreyttara tónlistarlífi og betri kennslu. 1 hinu nýja umhverfi óx Bartók að viti og þroska, og hafði að eigin sögn orðið bærilega þekkingu á klassískri músík, þegar hann yfir- gaf móður sína 18 ára gamall til þess að leita frekari menntunar við tónlistarskólann í Bú- dapest. Þar lærði hann tónsmíðar hjá Hans Koessler, mikilsvirtum kennara, sem kunni handverk sitt til hlítar, en var algerlega þýzk- mótaður í skoðunum og menntun og ákafur Brahmsdýrkandi. Eftir bréfum Bartóks til móður sinnar að dæma, samdi kennara og lærisveini ekki alltaf jafn vel, einkum er á !eið, og Bartók fór að fara sínar eigin götur. Hann var búinn að semja mörg kammer- músíkverk áður en hann kom til Búdapest, þau sóru sig öll meira og minna í ætt við þýzka síðrómantík og var Brahms höfuðfyrir- myndin. En nú opnuðust honum nýir heimar, hann sökkti sér niður í seinni óperur Wagn- ers, en þó enn meira í verk hins fræga landa síns Franz Liszts, sem hann fullyrti að verið hefði mjög vanmetinn sem tónskáld. Að baki skrauts og íburðar þóttist hann finna hinn dýrasta skáldskap. Líklega hefur Bartók ekki verið alveg hlutlaus í mati sínu á Liszt, en hefur þótzt finna hjá honum þann þjóðlega tón, sem hann sjálfan dreymdi um. En hann átti eftir að sjá að hans var annarsstaðar að leita. Þessi nýju áhrif urðu samt síður en svo til þess að örva sköpunarkraft ,hans, því á þessum árum skrifar hann ekkert að ráði sjálfur. Meðal félaga hans var aðeins litið á hann sem ágætan píanóleikara. Það var Richard Strauss, sem vakti hann aftur til dáða. „Also sprach Zarathustra“ var flutt í Búdapest og vakti gremju og andúð eldri tónlistarmanna, en Bartók varð bergnuminn af þessari nýstárlegu tónlist. Hann reif í sig alla þá partítúra eftir Strauss, er hann komst yfir og vakti furðu og aðdáun tónlistar- manna í Búdapest fyrir að leika „Helden- leben“ utanbókar frá upphafi til enda, verk sem þá var álitið gersamlega óskiljanlegt venjulegu fólki. Hann byrjaði nú aftur að semja af miklum krafti. En hrifningin á 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.