Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 7
II n Það er margt í bókunum Viðtal við ekkju alþýðuskálds eftir GUÐGEIR MAGNÚSSON A árunum 1873-1916 var uppi á Vestfjörðum alþýðuskáld að nafni Magnús Hjaltason - eða Magnús Hj. Magnússon eins og hann skrifaði sig - löngum á hrakn- • ngi frá einum afkima til annars cyðilegri, um vesturhjara íslands: munaðarleys- ingi, fátækur farkennari, heilsutæpur erfiðismaður með ódrepandi skáldhneigð. Þó Magnús mætti heita óþekktur í lifanda lífi, er nafn hans allþekkt nú orðið, enda órjúfanlega tengt sögu íslenzkra bókmennta. Meðal ritverka hans eru dagbækur, ðeysimiklar að vöxtum, og vafalaust eitthvert trúverðugasta mannlegt heimilda- safn, sem fært hefur verið í letur. Fyrir einhverja guðsmildi tókst að bjarga þess- um fjársjóðum rá glötun, og eru þoir nú varðveittir í Landsbókasafni. Mörgum er kunnugt að Halldór Kiljan Laxness notaði dagbækur þessa vestfirzka skáldbróður síns sem uppistöðu í hinn mikla sagnabálk um íslcnzka alþýðuskáldið, Ljósvíkinginn og upphóf þannig hið vestfirzka þjóðlagsstef til eins fegursta sin- fóns heimsbókmenntanna. Hitt vita trúlega færri að Guðrún Anna Magnúsdóttir, unnusta Magnúsar og raunveruleg eiginkona hans og lífsförunautur um 18 ára skeið ((þó að þau gætu ekki gengið í hjónaband vegna sveitaskuldar að upphæð kr. 347, sem á Magnúsi hvíldi frá bernsku í Álftafjarðarhrcppi) er enn á lífi og furðu ern, þó að komin sé fast að áttræðu. Að minnsta kosti varð ég heldur en ekki hissa, begar vinur minn laumaði því út úr sér einu sinni í vetur, að hún væri búsett hér á næstu grösum, og bauð mér að koma með sér í heimsókn til hennar. Daginn eftir tókum við okkur fari með strætisvagninum suður í Hafnarfjörð. Skammt frá biðstöðinni er lágreist hús. Yfir aðaldyrum stendur máðum stöfum Hjálpræðishcrinn. Þetta er gamli Herkastalinn. Brakandi stigi liggur upp í stóran gang á efri hæð. Þar eru margar hurðir, en af hendingu drepum við á rétt- ar dyr. Efti drykklanga stund kemur lítil hvíthærð kona fram í gættina, grönn og keik og unglingslega nett, fínleg f andlitsdráttum með merkilega tindrandi augu sem horfa á okkur í spurn, er breytist smám saman í alúðlegt afsökunarbros: Hvað 0r ég að hugsa að láta ykkur standa svona úti, gjörið svo vel að koma inn - fáið Vkkur sæti - ætla að snerpa undir könnunni. Við litumst um í kamesinu. Á vegg fyrir ofan rúmið hangir stækkuð mynd af Magnúsi. Ég bað Guðrúnu áður en við fórum að lána mér myndina til að taka eft- ,r henni myndamót. - Eg get það ekki, vinur minn, svaraði hún - á hvað ætti ég frá að horfa, þegar ég vakna á morgnana? Við slíkri spurningu átti ég ekkert svar °9 fékk því mynd lánaða hjá dóttur þeirra hjóna, Ásdfsi Þórkötlu. Við sátum og spjölluðum saman lengi dags, og fer frásögn gömlu konunnar hér Á eftir. Ég hef reynt að víkja hvergi að nauðsynjalausu frá orðalagi hennar sjálfr- aðeins fært atburði í rétta tímaröð og tengt þá lauslega saman. Sonur þeirra Guðrúnar og Magnúsar, Einar Skarphéðinn, hefur sýnt mér þá vinsemd að fara yf«r viðtalið í próförk og gefa mér ýmsar gagnlegar ráðleggingar. Kann ég þeim systkinum, Asdfsi Þórkötlu og honum beztu þakkir fyrir skilning þeirra og hjálp- fpsi. A kortinu sjást helztu staðir, sem þau Magnús Hjaltason og Guðrún Anna Magnúsdóttir dvöld- ust á eða við sögu koma í viðtalinu, og eru þeir tölusettir þannig á niyndinni: 1) Horn í Arnarfirði 2) Bær eða Langhóll f Súgandafirði - 3) Botn f Súgandafirði - 4) Grænigarður, Stakkanes og Úlfsá hjá Skutulseyri - 5) Súðavfk í Álftafirði - 6) ísa- fjarðarkaupstaður - 7) Hnífsdalur 8) Bolungavík - 9) Minni-Bakki í Skálavík - 10) Suðureyri við Súgandafjörð - 11) Auðkúla f Arnarfirði - 12) Þingeyri (þar dvaldist Guðrún 1919-28 og fluttist þaðan til Hafnarfjarðar) - 13) Tröð í Álftafirði (fæðingarstaður Magnúsar) - 14) Hestur undir Hestfjalli f Onundarfirði (bernskustöðvar Magnús- ar) - Álftafjarðarheiði (sem Magnús var borinn yfir í skinnstakki þegar hann var kornbarn). 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.