Birtingur - 01.01.1956, Side 7

Birtingur - 01.01.1956, Side 7
II n Það er margt í bókunum Viðtal við ekkju alþýðuskálds eftir GUÐGEIR MAGNÚSSON A árunum 1873-1916 var uppi á Vestfjörðum alþýðuskáld að nafni Magnús Hjaltason - eða Magnús Hj. Magnússon eins og hann skrifaði sig - löngum á hrakn- • ngi frá einum afkima til annars cyðilegri, um vesturhjara íslands: munaðarleys- ingi, fátækur farkennari, heilsutæpur erfiðismaður með ódrepandi skáldhneigð. Þó Magnús mætti heita óþekktur í lifanda lífi, er nafn hans allþekkt nú orðið, enda órjúfanlega tengt sögu íslenzkra bókmennta. Meðal ritverka hans eru dagbækur, ðeysimiklar að vöxtum, og vafalaust eitthvert trúverðugasta mannlegt heimilda- safn, sem fært hefur verið í letur. Fyrir einhverja guðsmildi tókst að bjarga þess- um fjársjóðum rá glötun, og eru þoir nú varðveittir í Landsbókasafni. Mörgum er kunnugt að Halldór Kiljan Laxness notaði dagbækur þessa vestfirzka skáldbróður síns sem uppistöðu í hinn mikla sagnabálk um íslcnzka alþýðuskáldið, Ljósvíkinginn og upphóf þannig hið vestfirzka þjóðlagsstef til eins fegursta sin- fóns heimsbókmenntanna. Hitt vita trúlega færri að Guðrún Anna Magnúsdóttir, unnusta Magnúsar og raunveruleg eiginkona hans og lífsförunautur um 18 ára skeið ((þó að þau gætu ekki gengið í hjónaband vegna sveitaskuldar að upphæð kr. 347, sem á Magnúsi hvíldi frá bernsku í Álftafjarðarhrcppi) er enn á lífi og furðu ern, þó að komin sé fast að áttræðu. Að minnsta kosti varð ég heldur en ekki hissa, begar vinur minn laumaði því út úr sér einu sinni í vetur, að hún væri búsett hér á næstu grösum, og bauð mér að koma með sér í heimsókn til hennar. Daginn eftir tókum við okkur fari með strætisvagninum suður í Hafnarfjörð. Skammt frá biðstöðinni er lágreist hús. Yfir aðaldyrum stendur máðum stöfum Hjálpræðishcrinn. Þetta er gamli Herkastalinn. Brakandi stigi liggur upp í stóran gang á efri hæð. Þar eru margar hurðir, en af hendingu drepum við á rétt- ar dyr. Efti drykklanga stund kemur lítil hvíthærð kona fram í gættina, grönn og keik og unglingslega nett, fínleg f andlitsdráttum með merkilega tindrandi augu sem horfa á okkur í spurn, er breytist smám saman í alúðlegt afsökunarbros: Hvað 0r ég að hugsa að láta ykkur standa svona úti, gjörið svo vel að koma inn - fáið Vkkur sæti - ætla að snerpa undir könnunni. Við litumst um í kamesinu. Á vegg fyrir ofan rúmið hangir stækkuð mynd af Magnúsi. Ég bað Guðrúnu áður en við fórum að lána mér myndina til að taka eft- ,r henni myndamót. - Eg get það ekki, vinur minn, svaraði hún - á hvað ætti ég frá að horfa, þegar ég vakna á morgnana? Við slíkri spurningu átti ég ekkert svar °9 fékk því mynd lánaða hjá dóttur þeirra hjóna, Ásdfsi Þórkötlu. Við sátum og spjölluðum saman lengi dags, og fer frásögn gömlu konunnar hér Á eftir. Ég hef reynt að víkja hvergi að nauðsynjalausu frá orðalagi hennar sjálfr- aðeins fært atburði í rétta tímaröð og tengt þá lauslega saman. Sonur þeirra Guðrúnar og Magnúsar, Einar Skarphéðinn, hefur sýnt mér þá vinsemd að fara yf«r viðtalið í próförk og gefa mér ýmsar gagnlegar ráðleggingar. Kann ég þeim systkinum, Asdfsi Þórkötlu og honum beztu þakkir fyrir skilning þeirra og hjálp- fpsi. A kortinu sjást helztu staðir, sem þau Magnús Hjaltason og Guðrún Anna Magnúsdóttir dvöld- ust á eða við sögu koma í viðtalinu, og eru þeir tölusettir þannig á niyndinni: 1) Horn í Arnarfirði 2) Bær eða Langhóll f Súgandafirði - 3) Botn f Súgandafirði - 4) Grænigarður, Stakkanes og Úlfsá hjá Skutulseyri - 5) Súðavfk í Álftafirði - 6) ísa- fjarðarkaupstaður - 7) Hnífsdalur 8) Bolungavík - 9) Minni-Bakki í Skálavík - 10) Suðureyri við Súgandafjörð - 11) Auðkúla f Arnarfirði - 12) Þingeyri (þar dvaldist Guðrún 1919-28 og fluttist þaðan til Hafnarfjarðar) - 13) Tröð í Álftafirði (fæðingarstaður Magnúsar) - 14) Hestur undir Hestfjalli f Onundarfirði (bernskustöðvar Magnús- ar) - Álftafjarðarheiði (sem Magnús var borinn yfir í skinnstakki þegar hann var kornbarn). 1

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.