Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 21
atriða og mikilvægi fágunar. Þetta á við um
yngri leikarana hér. Einnig skortir nokkuð
á að þeir kunni að hreyfa sig á sviðinu og
þá vantar sanna ljóðræna tilfinningu. En þá
skortir sízt hjartalag og löngun til að vera
sannir í listinni. Hitt kemur með auknum
þroska. Framsögninni er nokkuð ábótavant
og raddbeitingu. En þeir stóðu sig mjög vel
og reyndu af öllum mætti að fullnægja kröf-
unum. Þeir kunna ekki enn að nota öll tæki:
rödd, líkama, huga, hjarta og svo þurfa þeir
líka að læra að starfa saman í hópi, sem ein
heild.
Við töluðum nokkra stund um flutning
Ijóðlistar og þá segir Hudd að það voðaleg-
asta sem fyrir leikara geti komið sé að sagt
verði: he is talking verse, hann talar Ijóðin.
Að lokum segist ég hafa lesið ummæli hans
um Kjarval og Hudd segir: Já, hann hefur
allt til að bera sem mikill listamaður, ég fer
með þessa bók heim til að sýna löndum mín-
um svo ég geti sannað mál mitt þegar ég
segi frá honum, það er listaverkabók Kjarv-
als, einn af leikurunum gaf mér hana. Helzt
vildi ég fá sýningu eftir hann til London.
Að lokum lætur Hudd í ljós að það sé í
valdi Þjóðleikhússins hvort hann komi aftur
hingað og mér heyrist að ekki standi á honum.
f---------------------------------------------
BIRTINGUR
Ritstjórn: Einar Bragi (áb.), Suðurgötu 8, Geir
Kristjánsson, Tjarnargötu 10A, Hörður Ágústsson,
Laugavegi 135, Jón Óskar, Blönduhlíð 4, Thor
Vilhjálmsson, Karfavogi 40 - slmi 3760
Kemur út fjórum sinnuin á ári. Árgangur til áskrif-
enda kr. 80.00. Lausasöluverð kr. 25.00 heftið.
Efni í ritið sendist einhverjum úr ritnefndinni.
Hörður Ágústsson gerði kápuna. — Hjörleifur Sig-
urðsson valdi lit. — Birgir Eydal prentaði ritið.
Myndamót: Litróf h.f.
PrentsmiÖja Þjóöviljans h.f.
v_____________________________________________/
Frá ritstjórninni
Annar árgangur Birtings hefst nokkru
síðar en ætlað var vegna ýmissa atvika,
kemur því næsta hefti í kjölfar þessa,
þannig að tvö verði komin út áður en
sumarhlé hefst.
Því miður verður ekki hjá því komizt
að hækka árgjald Birtings úr 60 krón-
um í krónur 80 vegna stórhækkaðs
vefrðlags og aukins kostnaðar, þarf
varla að styðja þetta rökum hér, svo
áþreifanlegt er það öllum almúga.
Enn er talsvert áskriftargjald ógreitt
frá fyrra ári. Má greiða í bókaverzlun
Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti, eða
til Hannesar Sigfússonar Vesturgötu
65.
Birtingur þakkar velvilja og stuðning
ótaldra aðilja sem hann væntir að
njóta áfram.
15