Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 28
FÍM og í því félagi séu ekki hinir elztu og virtustu íslenzkra listamanna (sedan denna inte omfattar de áldste och mest ansedda av de islándska konstnárerna). Sendiherrann sá hefur ekki haft pata af Kjarval og Ásmundi Sveinssyni sem báðir voru með í sýningunni og völdu myndir sínar sjálfir. Ég vil ekki ætla honum þá fákænsku að telja þá ekki til merk- ustu myndlistarmanna Islands. Ennfremur segir í þessu bréfi sendiherrans að FÍM hafi neitað öllu samstarfi við önnur myndlistarfé- lög og menntamálaráðuneytið en það er helzt til fjarri sannleikanum sem er sá að stjórn FÍM gekk svo langt til samkomulags sem hægt var án þess þó að leggja félagið hrein- lega niður og afsala sér öllu umboði og gefa sig skilyrðislaust undir duttlunga ráðherrans eða yfirráð fámennra klofningsfélaga lista- manna sem enga aðild eiga að Norræna list- bandalaginu. Varla hafa menn gleymt þeim afarkostum sem settir voru skilyrði fyrir 100,000 króna fjárveitingu Alþingis til sýningarinnar: FÍM átti að afhenda umboð sitt í hendur meiri- hluta í dómnefnd sem skipaður væri úr tveim fámennum félögum manna sem höfðu hlaupið úr FlM en vildu hafa þar áfram allan rétt og engar skyldur. Sjö menn (Nýja myndlistar- félagið) skyldu hafa tvo fulltrúa en tengsl þriggja manna (Félag óháðra myndlistar- manna) einn: það eru þrír á móti tveimur fulltrúum fyrir meira en 40 myndlistarmenn í FlM. Kannski það hefði verið ráð að stóra félagið hefði skipt sér í ein þrettán þriggja manna félög sem öll hefðu átt kröfu á einum fulltrúa í dómnefnd. Hefði þá ekki verið dóna- legt að sjá Svavar Guðnason ganga með sinn fríða dómnefndarflokk upp í Stjórnarráð líkt og Skallagrimur forðum með húskarla sína fyrir Noregskonung. Ekki verður stjórn FÍM sökuð um skort á háttvísi við þá tvo málara sem gefa Nýja 22 myndlistarfélaginu nokkurn viðhafnarsvip: þá Jón Stefánsson og Ásgrím Jónsson, því þeim var boðið að velja sjálfir verk sín til sýningar og ætlað rúm á bezta stað sem ís- lenzka deildin réð yfir. Hve fráleitt er að kalla þetta einkasýningu FÍM eins og menntamálaráðherra lét sendi- herra sína gera í bréfum til forráðamanna Norræna listabandalagsins, ítalskra stjórn- arvalda og sænska sendiherrans í Róm sést af því að minnsta kosti einn dómnefndarmað- urinn er utanfélagsmaður: Gunnlaugur Schev- ing listmálari, einn hinn allra heiðarlegasti og vandaðasti listamaður hér á landi. Dóm- nefndarfulltrúar FlM, Svavar Guðnason og Þorvaldur Skúlason eru meðal reyndustu og öruggustu manna í slíkum störfum sem völ er á hér á landi og hafa margsinnis verið kvaddir til þess að skipuleggja myndlistar- sýningar með velþóknun ráðamanna Nýja myndlistarfélagsins og stundum í farsælu samstarfi við þá. Ásmundur Sveinsson sat í dómnefndinni til að velja höggmyndir. FlM reyndi þráfaldlega að fá Jón Þorleifsson, for- mann Nýja myndlistarfélagsins, til að sitja í dómnefndinni- Það er þýðingarlaust að halda því fram að ekki hafi verið gerðar tilraunir til samkomulags. Hitt ætla ég sannara að ráðuneytið sem hefði átt að hafa hlutverk Síðu-Halls hafi kostað meir að ausa olíu þar sem það átti elds von en dæla henni í æstan sjóinn til að lægja öldur. Kvikmyndaklúbburinn Filmía Ferill Filmíu sýnir að hér er áhugi á því að sjá góðar kvikmyndir. Hvernig stendur þá á því að það kemur svo oft fyrir að af- burðakvikmyndir sem hingað koma í kvik- myndahúsin hljóta litla aðsókn og eru felldar niður eftir eina tvo þrjá daga? En gestir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.