Birtingur - 01.06.1962, Page 10
4. María frá Skarði. Maríumynd þessi er ein af
málverkum þeim á skinn, sem víða má finna í
handritum og ekki eru bókskraut, eiga jafnvel
ekki neinn skyldleika við efni þeirra. I þessu
tilviki hefur meira að segja verið málað ofan í
ritaða blaðsíðu, og má sjá stafina í gegn. Slíkar
myndir eiga ótvírætt samband við veggmálverk
í kirkjum. Mynd þessi gæti t. d. verið eftir-
mynd (eða frummynd) Maríumálverksins sem
var í kór Skarðskirkju á Skarðsströnd, en þaðan
er handritið komið. Hún er að öllu leyti róm-
önsk; María er hér himnadrottningin í hásæti,
með kórónu og veldissprota, og Kristur á armi
hennar er fullorðinn maður í smækkaðri mynd
fremur en barn. Hann lyftir tveim fingrum og
blessar yfir mannkynið. Myndin er í AM 249C,
fol., og mun vera frá því um 1259. Berið saman
við síðari Maríumyndir, nr. 9 og 19.