Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 12
6. Skrín undir helga dóma frá
Keldnakirkju á Rangárvöllum.
Postularnir (?) tólf standa hér
undir rómönskum hringbogum, —
raunar eru þeir ekki nema ellefu
eftir, og mætti geta sér þess til,
að einhver fróm sála í Keldnabæ
hafi einhverju sinni læðzt út í
kirkju með bitgóð skæri og hefnt
lausnara síns með því að farga
þeim tólfta, Júdasi frá Ískaríot!
Skrín þetta eða „helgidómshús"
var selt til Danmerkur árið 1823
fyrir tilstilli Geirs biskups, og
þótti hæfilegt andvirði 8 ríkisdalir
og 4 spesíur.
7.—8. Tveir kaleikar, rómanskur og gotneskur. Nálægt 1300 nær gotneski stíllinn
undirtökunum hér á landi. Yfirbragð hans er allt léttara og flúrmeira en hins
rómanska, — hann er talandi tákn hinnar vaxandi borgarmenningar annars
vegar en veldis hinnar sigurreifu kirkju á hinn. Þessir tveir kaleikar sýna
einkenni stíltegundanna svo sem í hnotskurn. Hinn rómanski er lágur, hlutfall
sem næst 13:10, og byggist allur á kúlu- eða hringforminu. Stéttin er hringur
og gengur upp í keilu, hnúðurinn er eilítið flött kúla, skálin hálfkúla. Skreyt-
ingin er hófsemin sjálf. Allur svipur hans lýsir- trausti og látleysi, sem eru
höfuðeinkenni rómansks stíls. A gotneska kaleiknum er kúlu- og hringformið
með öllu horfið, nema aðeins hvað beitin er hringlaga. Stéttin er áttstrend,
uppeftir henni les sig vínviður, og annarhver flötur er skreyttur ígreyptum
steinum; hnúðurinn er flúrmikill, með smeltu skrauti, skálin keilulaga.
Hér hefur skrautgirnin tekið við af fámálgu látleysinu. I höfuð-
dráttum er nákvæmlega hið sama um myndirnar að segja.