Birtingur - 01.06.1962, Side 19

Birtingur - 01.06.1962, Side 19
11.—-14. Ólík sýnishorn íslenzkrar handritalistar frá því um miðja 14. öld. Á tveim myndunum til hægri sjáum við myndskreytta upphafsstafi úr Iiandriti af Stjórn (AM 227 fol.), sem bera vott mikils listræns virðuleika og fágunar. Greinilegt er af myndinni yzt til hægri, að höfundur hennar hefur fengizt við líkneskjusmíð; hann mótar fellingarnar eins og þær væru úthöggnar eða skornar í tré. Á miða með handritinu hefur Árni Magnússon skrifað: Þetta volumen hefur fyrrum tilheyrt Skalholltz kirkiu, — enda bera myndirnar það með sér, að þær eru sprottnar úr frjóum menningarakri. Myndin efst til vinstri er hinsvegar úr veraldlegri bók, lögbókinni sem kennd er við Skarð og mun skrifuð árið 1363 (AM 350, fol.). Þar er skrautgirnin öll meiri, og einkum er tízku- atriðum í klæðnaði gerð þar fjálgleg skil. Sé að þeim hugað, verður varla sagt að teiknarinn hafi verið sérlega gamaldags í þeirri grein, því heita má að klæðnaðirnir séu nýjasti móður suður í Burgund á því sama ári. Myndin að neðan er enn af allt öðrum toga og segir frá þeirri reyfarasögu, er heilagur Nikulás upplýsir ekki aðeins þrefalt morð, heldur gerir betur öllum leynilögreglumönnum okkar tíma að því leyti, að hann vekur hina myrtu upp til lífsins í tilbót. í efri hluta þeirrar myndar er sýndur foss og jarðargróði, og mun það vera fyrsta tilraun til landslagsmyndar í íslcnzkri list.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.