Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 20

Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 20
15.—17. Tvœr píslarsögumyndir frá miðbiki 14. aldar (AM 241a fol.). A hinni fyrri er sýnt þar sem Kristur er leiddur fyrir Pílatus. Ekki veit ég hvort það er að þakka umburðarlyndi teiknarans við mannlegan breyskleika eða einfaldlega glópsku hans á helg fræði, að hann setur geislabaug á Pílatus. Hvort sem heldur er, mun það vera algjört einsdæmi. I síðari myndinni er sýnd graflagning Krists. Hún einkennist af þögulli rósemd, láréttar línur og bljúgar skálínur tala þöglu máli helgrar sorgar. Til þess að sýna mismun tvenns konar aldarfars, hef ég sett mynd úr Teiknibókinni fyrir neðan, sem sýnir sama atburð, en er nærri öldinni yngri. Þar er Kristur orðinn aukaatriði; þeir sem eru að leggja hann í gröf spjalla og pata, vísast um skepnuhöld og veðurfar, — og materíalisminn er orðinn svo mikill, að Jósef frá Arimaþeu tekur ekki undir höfuð Krists, heldur grípur í gjörð geislabaugsins og lyftir því þannig! Trúarlotning 14. aldar er hér í algerri upplausn. 18. Paxspjald úr rostungstönn frá Breiðabólstaðarkirkju i Fljótshlíð. Slík paxspjöld lét prestur ganga milli kirkju- gesta og kysstu þeir á spjaldið friðarkossinn um leið og presturinn sagði Pax tecum. Þótt hinar fjórar myndir — boðunin, fæðing Krists, krossburðurinn og upprisan — sé felldar inn í rómanskan þríboga, sýnist gripur þessi mun yngri og sennilegast frá ofanverðri 14. öld. Athyglis- vert er það, að í þeim þremur myndum sem tákna fagnaðaratburði, notfærir listamaðurinn sér hábogann, þ. e. miðbogann, og lætur myndina ganga upp í hann, en í hinni einu sem tengd er píslarsögunni, krossburð- inum, myndar hann skákross í fletinum, þannig að hábogmn verður tómur. Þótt hér sé unnið í erfiðan efni- við, er myndskipun hvers flatar frábærlega af hendi leyst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.