Birtingur - 01.06.1962, Page 22

Birtingur - 01.06.1962, Page 22
19. María frá Möðruvöllum í Hörgárdal. Þetta er þriðja og síðasta Maríumyndin sem ég tek hér til dæmis um þróunina frá rómanskri til síðgotneskrar listar. Hér hefur María stigið niður af tignarstalli sínum og tekið á sig mynd mannlegrar nálægðar. Hún er orðin hugsjón þeirrar konu sem listamaðurinn ann jarðneskum ástum, og sonurinn er orðinn að kornbarni í fangi hennar. 20. Blaðsíða úr Teiknibókinni í Árnasafn, uppdráttarkveri óþekkts íslenzks listamanns frá fyrri hluta 15. aldar. Á síðum hennar ægir öllu saman, og því er hún svo furðulegur spegill þessa myrka t'ma í þjóðlífi okkar, þegar svartidauði hafði nýfarið ljá sínum um landið. Trú og hjátrú, siðir og gömul minni fléttast hvarvetna saman: Efst á blað- síðunni sitja menn að drykkju, en sá með halann og hófana bíður rólegur síns tíma. Einhver langþyrst sála á 17. öld hefur þó ekki verið nízk á sálarheill sína gegn góðum sopa, því yfir myndina hefur hún skrifað: Da michi bibere (gef mér að drekka). Drecki huer odrum til. wer heill þu. eg uillda hier uæri nu! Neðar er hálfmaður, honocentaurus, sem leikur sverðum, og enn neðar ríðandi maður í síðri hempu og með kollháan hatt. Hann hleypir skaflajárnuðum hestinum; það er í henni hraði, reiðþytur og reisn manns, sem kann að láta gæðing leika undir sér. Ef til vill höfum við hér sjálfsmynd listamannsins, þar sem hann hefur lagt á færleik sinn og bregður sér á hjarni milli bæja.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.