Birtingur - 01.06.1962, Síða 31
ARNÓR HANNIBALSSON: ÞÆTTIR UM LIST í SOVÉT
/. Valdimar Lenín um listir
Majakofski
Hinir miklu rússnesku rithöfundar 19. aldar
komu heiminum á óvart. Rússneskar bókmennt-
ir urðu í fyrsta sinn að þætti í heimsbökmenntun-
um. Þær ruddust fram sem fljót í leysingum. Þær
voru fyrsta tilraun rússnesks þjóðfélags til að
gera sér grein fyrir eðlisrökum sínum, finna end-
urlausn á óþolandi þjóðfélagsaðstæðum.
Um aldamótin tóku symbólismi, fútúrismi og
fleiri stefnur við af raunsærri ádeilu hinna miklu
skáldsagnahöfunda. Úr þeim jarðvegi spruttu
stórskáldin Blok, Ésénín, Majakofski, Vjatséslaf
ívanoff, Brjúsoff, Pasternak og fleiri.
Ritskoðun keisarans liafði verið hemill á allt bók-
menntalíf í Rússlandi, þótt hún kæfði aldrei lífs-
andann úr bókmenntunum. Þegar er byltingin
réð niðurlögum hennar 1917 spruttu fram hinar
margvíslegustu stefnur með nýju afli og þrótti.
Hinir byltingarsinnuðu meðal listamanna vildu
segja skilið við allt það, sem ort var og gert fyrir
byltinguna og skapa nýja list á nýrri jörð, hreina
öreigalist. Að þeirra áliti átti list að túlka andar-
drátt framlciðslunnar beint (t. d. tónverk, sem
líktu eftir gauragangi í verksmiðju) og skapa ný
form, sem ekki voru til áður. Þessir listamenn
færðu sér í nyt hugmyndir kúbista og express-
ionista. Stefna þeirra hlaut nafnið próletkúlt.
Hinar margvíslegustu stefnur fengu að starfa
óhindrað og ikeppa sín á milli. Þannig var það
meðan Lenín lifði.
Valdimar Lenín, stofnandi hins sovézka ríkis-
valds, hafði sínar skoðanir um listframleiðslu sem
um framleiðslu annarra mannlegra gæða. Árið
1905 skrifaði hann grein, sem sovétingar vitna
ætíð til, þegar rætt er um vandamál lista og bók-
mennta. Lenín segir þar, að bókmenntir (þ. e.
bæði fagurbókmenntir og blaðamennska, öll
framleiðsla prentaðs máls) eigi að vera þáttur í
flokiksstarfinu. Innan flokksins sé ekki hægt að
þola andflokksleg sjónarmið. Hins vegar erum
„við langt frá þeirri hugsun að boða eitthvert
einhæft kerfi eða leysa vandamálið" (að gera
bókmenntir að flokksstarfi) „með nokkrum til-
skipunum" (Ritsafn, 10. bindi, bls. 28). „Um það
verður ekki deilt, að á þessu sviði er óhjákvæmi-
legt að tryggja mikið svigrúm fyrir persónulegt
frumkvæði, persónulegar hneigðir, víðsýni hugs-
unar og ímyndunarafls, fyrir form og innihald"
(bls, 28). Lenín lýsir því' yfir, að fullt málfrelsi og
prcntfrelsi skuli ríkja, en einnig félagafrelsi. Sé
félagafrelsi viðurkennt, verði og að viðurkenna,
að hvert félag hafi rétt til að krefjast af hverjum
félagsmanni, að hann hlýði lögum og fyrirmælum
félagsins. Lenin tekur það skýrt fram, að hug-
myndir hans um flokksbókmenntir eigi alls ekki
að gilda um allar bókmenntir í þjóðfélaginu:
„Hér er um að ræða flokksbókmenntir og eftirlit
flokksins með þeim. Sérhver er frjáls að skrifa og
segja livað eina, sem honum þóknast án minnstu
takmarkana." (Bls. 29). Lenín lætur 1 ljós vissu
sína um það, að flokksbókmenntir verði einmitt
frjálsar bókmenntir, þar sem þær muni skrifa
menn, sem beri fyrir brjósti hag alþýðu og mál-
BIRTINGUR
29