Birtingur - 01.06.1962, Side 32

Birtingur - 01.06.1962, Side 32
stað sósíalisma, en ekki eiginhagsmuni og metorð. En þótt Lenín héldi þannig fram málstað mál- frelsis, þá var samt sem áður ekki þar með sagt, að hver sem er mætti segja hvað sem er: „Bók- menntir eiga að vera flokksbókmenntir", „blöðin eiga að vera málgögn flokksins". Og hann setur fram hið fræga kjörorð: „Burt með óflokks- bundna rithöfunda!" (bls. 27). AfstaðaLeníns var tvíbent: Annarsvegarhélthann fram málfrelsi, hins vegar rétti flokksins til að einoka bókmenntir. Þegar hann varð æðsti valda- maður Rússlands var afstaða hans mjög hin sama. í viðræðum við Klöru Zetkin (1920) segir hann: „Sérhver listamaður, sérhver sem lítur á sig sem listamann, hefur rétt til þess að skapa frjálst, sam- kvæmt hugsjón sinni, óháð öllum og öllu.“ *) Lenín fordæmir nútímalist, en leggur ekki til að Iistamönnum verði útrýmt. I-Iann kveðst blátt áfram ekkert gaman hafa af þessu (og virðist áskilja öðrum rétt til að njóta nútímalistar): „Ég get alls ekki álitið verk expressionisma, fútúrisma, ikúbisma og annarra „isrna" vera æðstu tjáningu listrænnar snilli. Ég skil þau ekki. Þau veita mér enga gleði", (bls. 13). En með þessu er sagan aðeins hálfsögð. Lenín segir f sama viðtali: „En skiljanlega erum við kommúnistar. Við getum ekki haldið að okkur höndum og látið óhefta óreiðu viðgangast. Við verðum að stjórna þessari hreyfingu alveg eftir *) Klara Zetkin: Minningar um Lenín. Moskva 1955, bls. 13. áætlun og móta árangur hennar" (bls. 13). „Hið fagra ber að varðveita, taka það til fyrirmyndar, ganga út frá því, jatnvel þótt það sé „gamalt". Þessum síðustu ummælum var beint gegn „pró- letkúlt“-hreyfingunni, sem Lenín gagnrýndi harðlega. Samt fengu áhangendur hennar að iðka list sína óáreittir, meðan Lenín lifði. Þótt Lenín þræði þannig bil beggja f ummælum sínum um listir, eru engin orð eftir honum höfð um að launaðir starfsmenn rlkisins skuli hafa einkarétt á að iðka listir samkvæmt formúlum Flokksins og Æðsta stjórnanda hans — og öllum öðrum tilraunum til listiðkana skuli útrýmt. En eftir andlát Leníns (1924) rann þróunin f þessa átt. Hin frjálslyndu ummæli hans um listir gleymdust þá brátt. Valdimar Majakofskí (f. 1893) var um þetta bil fremsta skáld byltingarinnar. Vart mun nokkurt skáld annað hafa komizt nær því að framkvæma hugmyndir Leníns um listir, enda orti Majakofskí mikið kvæði um Lenín. Majakofskí var hispurs- laus, einlægur, hreinskilinn, blátt áfram, skap- heitur, gamansamur, háðskur, óháður öllum og öllu, en þó eldlegur kommúnisti. Árið 1926 (tveim árum eftir dauða Lenfns) sagði Majakofskí: „Hverja viku, hvem dag ónýtir sægur embættismanna byltingarþrumur októbers. Og bakhluta margra þeirra prýða hnappar, greyptir emi frá því fyrir febrúar." *) *) V. Majakofskí, Stíkotvoréníja, III., 60, Leníngrað 1955. Tvíhöfða öm var skjaldarmerki keisarans. 30 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.