Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 35

Birtingur - 01.06.1962, Qupperneq 35
áður höfðu hann f mestum hávegum, því að þessi var vilji Valdsins. Reyndar þurftu menn ekki að lesa verk Píljnjaks til að vita, að hann var vargur í véum. Menn kepptust hver um annan þveran að úthúða honum og sýna þannig Valdinu holl- ustu sína í von um að bjarga eigin skinni. Enginn gat vitað, hvern Valdið slægi næst. Skyndilega var Píljnjak einn — aleinn — yfirgef- inn. Enginn þorði að rétta honum litla fingur til hjálpar af ótta við reiði Vaklsins. Þessi herferð gegn Píljnjak var sú fyrsta, sem far- in var til þess að reka f útlegð úr sovézkum bók- menntum alla þá, sem studdu byltinguna af eigin sannfæringu, en vildu ekki gerast hjól í skrif- finnskumaskínunni. Pí'Ijnjak var manna ólíklcg- astur til þess. Árið 1923 hafði hann skrifað: „Ég cr ekki kommúnisti og þessvegna viðurkenni ég ekki að ég verði að vera kommúnisti og skrifa eins og kommúnisti, en ég viðurkenni, að komm- únistastjórnin í Rússlandi á rétt á sér vegna sögu- legra örlaga Rússlands, en ekki vegna viljakomm- únistanna, og að svo miklu leyti, sem ég vil fylgj- ast með þessum örlögum (eins vel og ég get og eins og samvizka mín og hugur minn segja mér) er ég með kommúnistum, það er að segja, að svo miklu leyti sem kommúnistarnir eru með Rúss- landi er ég líka með þeim ... Síðustu árin hefur ríkisvald okkar sett upp útungunarstöðvar fyrir flokksbókmenntir, úthlutað þeim matarskömmt- un og árangurinn hefur orðið enginn, eða öllu heldur árangurinn varð slæmur, því að þegar þetta fólk snerti á list hætti það að vera stjórn- málamenn án þess að verða listamenn ... Af þvf leiðir aðra ályktun: Ég álít, að rithöfundur verði fyrst og fremst að bcra umhyggju fyrir handritum sínum, að gera þau góð, og hafi hann í vasanum heiðarlegt og gilt aðgöngukort að flokksskóla og þjóðfélagi, þá er það hans einkamál, sem kemur bókmenntum ekkert við.“ *) Yfirlýsing sem þessi var að sjálfsögðu forkastan- leg, bæði frá sjónarmiði RAPP-sinna og hinna stalínsku skriffinna, sem á eftir þeim komu. Höf- undur hennar hlaut að missa rétt sinn að lifa. Árið 1937 hvarf Boris Píljnjak. Ekkert hefur til lians spurzt síðan. Einmana hefur hann gengið í dauðann, annað livort fyrir framan aftökusveit hins stalínska réttlætis eða þá í einhverjum fanga- búðum þess. Um þær mundir, sem RAPP var leyst upp, var það orðið hættuverk að fást við tjáningu mann- legs hugar. Þær einar hugmyndir voru leyfðar f þjóðfélaginu, sem þjónuðu hagsmunum Valdsins á hverjum tíma. Menn gátu aðeins verið annað hvort á réttri línu eða rangri, allar skoðanir voru annað hvort rétttrúnaður eða trúvilla. Sannleikurinn var aðeins einn, og enginn efaðist um réttmæti hans, hver sem hann svo var á hverjum tíma, hið minnsta frávik gat dregið þungan dilk á eftir sér. Gerði einhver það, gat *) ívitnað eftir: Gleb Struve, Study of Soviet Russian Literature, 1951, bls. 215. — Á íslenzku hefur birzt ein saga eftir Píljnjak í tímaritinu „Nýtt Land“, júlí—ágúst 1937. BIRTINGUR 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.