Birtingur - 01.06.1962, Page 45

Birtingur - 01.06.1962, Page 45
verkum sínum og voru „allir í heild nefndir full- trúar fyrir andþjóðlega formalistastefnu". Hrús- joff skipar síðan svo fyrir, að óréttmæt ókvæðis- orð um þessi tónskáld skuli falla úr gildi. Ástæðuna til þessa ófagnaðar skýrgreinir Hrús- joff þannig: „Nokkrir rangir dómar nefndrar til- skipunar báru vott um geðþóttafulla afstöðu af hálfu Stalíns til listsköpunar og einstakra lista- verka.“ Ábyrgð á því, að hafa haft „mjög neikvæð áhrif á Stalín í þessum málum“ báru skelmarnir Molotoff, Malénkoff, Bería (en ekki Zdanoffl). Hverju erum við nú nær við þessa nýju tilskipun Hrúsjoffs? Annars vegar heldur hann því fram, að Stalín, Molotoff, Malénkoff og Bería hafi haft rétt fyrir sér að fordæma og úthúða beztu tón- skáldum þjóðarinnar, en hins vegar hafi þeir ekki haft rétt fyrir sér, er þeir kváðu upp nokkra þunga dóma yfir þeim. í raun hafði þessi tilskip- un að ví’su þau áhrif að rýmka örlítið sköpunar- frelsi tónskálda, en samt sem áður var og er póli- tíkin mjög hin sama, Hrúsjoff þarf að sanna að fyrirrennari hans hafi verið hinn versti óbóta- rnaður (sem hann og óneitanlega var) til þess að eiga auðveldara með að slá sjálfan sig til riddara á sínum andstalínska stalinisma, Frá þessum tíma hefur sambúð Sostakovits við Valdið verið árekstralaus. Meir en það — hann hefur orðið að nokkurs konar opinberum siða- meistara í tóns'káldahóp, og því birtast öðru hvoru leiðinlegar greinar undir nafni hans í Prövdu. Svo gæti virzt sem hann hafi unnið orrustuna. En það er phyrrosarsigur. List hans hefur misst hinn beitta brodd. Ævi hans hefur verið hrikaleg átök við valdið, barátta fyrir að mega lifa og tjá hug sinn allan í listinni. Beztu verk sin samdi Sostakovits einmitt í hita þessarar baráttu — verk, sem lýstu örbirgð og örvæntingu, gleði og ham- ingju, sorg og harmi hans sjálfs og þjóðarinnar allrar, — verk, sem hafa gert Sostakovits að ein- um hinna mestu snillinga meðal tónskálda okkar aldar.*) 5. Andréj Zdanoff Skömmu eftir byltinguna kvað rússneski bolsi- vikkaflokkurinn upp úr um þá stefnu, að listum og bókmenntum skyldi beitt fyrir áróðursvagn flokksins. „Almenn menntun — í skóla og utan (hér með talin listmenntun: leikhús, tónleikar, kvikmyndahús, sýningar, myndir) . .. eiga að vera nátengd kommúnistískum áróðri. Engin form vísinda og lista eru til, sem ekki eru tengd hin- um miklu hugmyndum kommúnismans og hinu óendanlega margvíslega starfi að stofnun sósíal- istísks efnahagslífs." **) Tveim árum eftir að RAPP var leyst upp (1934) *) Sostakovits var heiðursgestur á tónlistarhátíðinni í Edinborg í ár. Þar flutti t. d. Galína Vísnéfskaja og hljómsveit undir stjórn ígor Markevitsch tvær aríur úr „Lafði Makbeth frá Mtsensk". Að flutningi þeirra loknum kom tónskáldið fram á pallinn, og var hrifning áheyrenda slík, að fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna. **) KPSS v rézoljútsíakh, I., 451. Moskva 1954. BIRTINGUR 43

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.