Birtingur - 01.06.1962, Blaðsíða 59
leika, göfugmennsku, ást á fólki, allt sem fær
okkur til að þykja vænt um eftirlætishetjur okk-
ar í skáldskap." (Ræða Tvardofskís í „Soviet Li-
terature" nr. 1, 1962.)
Rithöfundur in n ,,hefur stöðugar á-
hyggjur af því, hvað er leyfilegt og
hvað er ekki leyfilegt." Þcssi ummæli hitta
beint í mark og geta ekki sannari verið.
í allri ræðu Tvardofskís voru engar skammir um
ungu kynslóðina. Þeim mun eftirtektarverðara
er, að ræðu hans skyldu yfirvöldin hafa gefið
einkunnina: „Stormandi, langvarandi lófa-
klapp.“
Ræða Tvardofskís var sem hressandi andblær.
Það eitt, að honum skyldi vera leyft að flytja
þessa ræðu sýnir glögglega, að munur er á and-
legu frelsi f tíð Stalíns og nú. Hefði Tvardofskí
sagt þessi orð á þeim tíma (þegar þau áttu enn
betur við), þá hefði hann ekki þurft að kemba
hærurnar.
Fjölmargir rithöfundar vonuðu að ræða Tvard-
ofskís táknaði, að takmörk hins leyfilega hefðu
verið færð örlítið út, hættusvæðið dregið saman.
Árum saman hafa þeir einmitt fengizt við það
eingöngu að útlista hugmyndir úr ritstjórnar-
greinum Prövdu og úr flokksskjölum með orðum
og athöfnum andvana og líflausra sögupersóna.
Samt er vafasamt að á eftir fylgi nokkur breyt-
ing. Hingað til hafa allir þeir höfundar og lista-
menn sem hafa reynt að blása lífsanda í nasir
verka sinna, fengið rækilega á baukinn og Hrús-
joff sjálfur jafnvel ómakað sig að skipa fyrir um
meðferðina á þeim. „Ég get líka þjarmað obboð-
lítið að ykkur," sagði hann á síðasta þingi rit-
höfunda, en þau ummæli voru ekki birt í
Prövdu.
Það eru einkum ungir rithöfundar og listamenn,
sem hafa reynt að brjóta upp á einhverju nýju
og reyna að skapa list. Þeir hafa haft í frammi
óróa í þjóðfélaginu og orðið valdsmönnum á-
hyggjuefni. Solokoff og Tvardofskí veittu hinum
ungu stuðning. Ek'ki voru þó allir ræðumenn á
því niáli. Gríbatsoff, sá er áður var nefndur, á
ekki orð til að lýsa hneykslun sinni yfir nokkr-
um rithöfundum, sem ,,bitu á agnið hjá vest-
rænum sálnaveiðurum" og kröfðust þess, að
flokkurinn breytti um stjórnarhætti á bókmennt-
um og vildu jafnvel, að allt væri prentað, sem
fært væri í letur án redaktora (en redaktorar sitja
í útgáfufyrirtækjum og sníða og klippa texta
bóka í' samráði við ritskoðunina). Einn þessara
rithöfunda dirfðist jafnvel að láta út úr sér ann-
að eins og það, að „rithöfundur hefur rétt til þess
að láta gamminn geysa“. En svo léttir Gríbatsoff
fyrir brjósti, þegar hann minnist þess, að Ní'kíta
Sérgéévits Hrúsjoff og Miðstjórn Kommúnista-
flokksins „veittu bókmenntum okkar skjóta og
áhrifaríka hjálp. Þruma, sem drundi yfir okkur
einn sumardag, sópaði burt sorpinu, hreinsaði
andrúmsloftið og veðrið gerðist gott á ný“.
Með þessu esópsmáli á ræðumaður við það, að
um tíma á árinu 1956—7 dottaði ritskoðunin, og
birt voru nokkur verk um lifenda líf. Fyrir þann
krana var skjótt skrúfað með atfylgi æðstu flo'kks-
BIRTINGUR
57