Birtingur - 01.06.1962, Page 63

Birtingur - 01.06.1962, Page 63
ÞORSTEINN FRÁ HAMRl: BÍÐIÐ MEÐAN HANN SÝNGUR Eftirfarandi kvæði var ort sumarið 1958, og var því fyrirhuguð prentun í bók þeirri sem Helgafell ætlaði um skeið að gefa út í minningu Steins Steinarr. Af þeirri útgáfu varð ekki, og hefur kvæðið ekki birzt fyrr en hér. Fyrst þegar sýngur fugl a ykkar kvisti farið ei skjótt — en biðið meðan hann sýngur þó ljóð hans allt sé annarlegt og nýtt; bfðið meðan hann sýngur þó ykkur þyrsti með þurrar kverkar umhverfis bálið og heyrið lindir niða í brekkujaðrinum; bíðið um bjarta nótt er hann sýngur. Túnga hans saungvin nemur sér stað í nætur- náðum og ró meðal ykkar í loganna skini —; annarleg túnga, bíðið bíðið samt; þið munuð njóta þeirrar raddar skammt því hann flýgur á brott er hann hefur leyst hjartabarnið úr hlekkjum sínum og frelsað þess heiðu augu, kvika smáa fíngur og litla fætur, leitt það ykkur á vit í laufgað kjarrið; bíðið meðan hann sýngur.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.