Birtingur - 01.06.1962, Síða 67

Birtingur - 01.06.1962, Síða 67
HANNES SIGFÚSSON: AFRÍKA Vopnin plægðu þeim arð á hnotbrúnum akri Afríku: múgar byltust og blóð vætlaði f slóð þeirra Muldrandi prestar gengu álútir og sáldruðu frómu guðsorði í flakandi sárin Og síðan drógu vindar herfi skýjanna frá hausti til vors: nístandi klær regnsins læstu sig um hverja lifandi taug og tvístruðu hverri mótbáru En uppskeran kom þeim á óvart: úr hinum viðlenda akri spratt ekki kristileg auðmýktin eða hin hvíta baðmull — heldur alvopnaðir menn einhuga þjóðir og svignuðu sem stál í fárviðrinu.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.