Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 24

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 24
einsog Max. Planck, Einstein, Heisenberg. Vísindin eru grein af heimspekinni. Þetta barn heimspekinnar hefur orðið að risa nú á tímum sem vill deyða föður sinn og móður, heim- spekina. Þessir miklu hugsuðir sem ég nefndi þeir vildu setja vísindin á sinn rétta stað, á sinn bás. Nú virðist ekki lengur eiga við að lýsa hrifningu og undrun sinni á þessum vett- vangi, samt er þetta inni í manninum. Áður gat vísindamaðurinn orðið skáldlegur. Þá gat vísindamaðurinn nálgast sitt efni með líkum hætti og listamaðurinn með hjartslætti og skáldlegum huga. Nú er hættan á því að hann verði bara staðreyndasafnari, factfinder. En Heisenberg minnir á að maðurinn stendur aðeins andspænis sjálfum sér, der mensch steht nur sich selbst gegeniiber. Hvað um hlutverk hans að túlka reynsluna, alla reynsluna? Áður sagði vísindamaðurinn frá því með persónu- legum hætti, þeim áhrifum sem hann varð fyrir sjálfur, nú verður slíkt varla birt í vísinda- ritum. Það hefur orðið mikil bylting á þessari öld. Fyrrum stóð skoðandinn sjálfstæður í náttúrunni og athugaði hana, það sem fór fram í náttúrunni. Nú er hann orðinn sjálfur hluti af sjálfri skoðunarathöfninni, jafnvel með hinum flóknustu tækjum, innlimaður í sjálfa skoðunina. Ég spurði hvort vísindaiðkanir hans hefðu ekki mikil áhrif á myndlist hans. Hann sagðist vinna mestan hluta vikunnar við sínar vísindaiðkanir og væri því svo ánetjaður að það færi ekki hjá því að það starf hefði mikil áhrif á alla skynjun hans og viðhorf sem hlyti svo að koma fram í hans myndum. Við vísindastörfin vakna margvíslegar myndir og álitamál sem nýta má á vettvangi listarinnar. Það er heillandi að vinna að því að maðurinn færi út vald sitt yfir náttúrunni með vísind- unum. En maður má ekki halda að vísindin séu upphaf og endir allrar mannlegrar við- leitni einsog sumum vísindamönnum hættir við að hugsa, og halda kannski að vísindin geti útskýrt alla hluti. Þá skortir hugmynda- flug. Það þýðir ekki að vera rómantískur gagnvart vísindunum einsog fólk var á öld- inni leið. Maður má ekki ætlast til of mikils af vísindunum, krefjast þess að vísindin gefi það sem þau geta ekki veitt. Á okkar tímum er ekki lengur hægt að vita allt, öðlast alla þekkingu. Maður verður að kjósa sér sérstakt afmarkað svið til vísindaiðkana. Fyrir mér eru vísindin ekki allsherjarþekkingarfaðmur sem maður getur látið vefja sig. Vísindin hafa bara sérstöku hlutverki að gegna í þágu manns- andans. Það er mikið ævintýri að rekja vissa þræði eða kanna sérstaka stigu á vísindavett- vangi. Það sem ég er að fást við hefur fært mér margvíslegar hugmyndir sem hafa töfrað mig. Ég hef alltaf haft áhuga á hugmyndum, og þess 22 JBI RTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.