Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 23

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 23
einsog var heldur ein a£ miðstöðvunum. í New York halda listamennirnir að New York sé hin eina sanna miðstöð myndlistar í dag. Ég nefni bæði París og New York, segir Al- copley. Þegar ég var að tala við franska lista- menn á sínum tíma um það að miðstöðvarnar væru orðnar fleiri og París væri að glata for- ystunni urðu þeir foxillir. Þetta hefur verið 1953. Ég minnti þá á það hve París hefur oft verið sein til þess að viðurkenna ýmsa stór- meistara. Kandinsky til að mynda, hann var fyrst metinn í Þýzkalandi, Bauhaus. Síðan kynnti Barnesstofnunin í Chicago hann í Bandaríkjunum. Árið 1938 fékkst ekki sýning- arsalur til að sýna myndir Klee í París. Du- buffet þekkti ekki Klee fyrr en hann kynntist honum í New York. Aldrei sýndi Mondrian í París meðan hann lifði. Ég fór með Michel Seuphor að hitta Jean Cassou forstjóra Nú- tímalistasafnsins í París, hann sagðist ætla að sýna Mondrian eftir tvö ár, þá var tíu ára dán- arminning Mondrians sem aldrei hafði verið kynntur í París. Eða maður einsog Brancusi, eða Istrati og kona hans. Þau seldu ósköp ódýrt ýmsum söfnurum sem lögðu lítið fé í þetta og seldu svo æði dýrt síðar. Vald sýningarsalanna er ógnarmikið, þeir nota og misnota lista- manninn að hætti fjárplógsmanna, rígbinda þá listamenn sem láta að stjórn og gera þá að verkfæri sínu. Það er ágætt að það er verið að reyna að brjóta þetta vald með mótmælum og upphlaupum einsog hefur tíðkast núna undanfarið hér og þar, þessi uppreisn er að mörgu leyti heilbrigð þó að vísu séu hvatir manna misjafnar og það fari ekki hjá því að ýmsir séu bara að hugsa um að auglýsa sjálfa sig, segir Alcopley. Ég var að segja honum frá átökunum í sam- bandi við Bíennalinn í Feneyjum við opnun- ina og raunar undanfarandi daga þegar ég varð að hlaupa undan lögreglukylfum á Markúsar- torgi þar sem ferðamennirnir sitja endranær á friðsælum kvöldum og hlusta á hljómsveitirn- ar leika og Hollendingar og Japanir og Suður- jótar og Paraguaybúar láta ljósmynda sig með dúfunum með Markúsarkirkju í baksýn og bronzhestana stóru frá Pergamon. Ég kom með lestinni frá Róm og gekk yfir torgið og vissi ekki fyrr en ég var staddur milli fylkinga og þrjú hundruð lögreglumenn gerðu áhlaup brynvarðir og grenjandi með kylfurnar reiðu- búnir að berja hvað sem fyrir væri og ég mátti launa fótum fjör. En listamarkaðnum var lok- að aftur eftir nokkra klukkutíma þó að vísu væri síðar opnað af nýju. Við vikum talinu frá þessum róstum að sam- býli vísindamannsins og listamannsins. Ástríða hins sanna listamanns sprettur af og nærist á mannúð hans og eflir hann í leitinni að sannindum, segir Alcopley: taktu menn ihrtingur 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.