Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 72

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 72
ið hlýjar viðtökur hjá rektor menntaskólans, þegar ég kom að fá vitneskju um, hvort ég fengi að vera á námskeiðinu. Ég man ekki eftir að hafa hlotið jafn kuldalegar og frá- hrindandi viðtökur hjá nokkrum manni. Sjálf- sagt hafði ég hitt illa á hann. Á námskeiðinu kynntist ég tveimur nemend- um. Annar hét Haukur, hinn Ingvar. Ann- ar gengur nú um og selur bækur, hinn er fiski- fræðingur. Haukur var sérkennilegur, dökk- hærður eða svarthærður og með hvöss augu, nokkuð grófgerður álitum, en skemmtilega kíminn. Ingvar samsvaraði sér vel, beinvaxinn, Ijós yfirlitum og ljúfmannlegur. Eitt sinn bar svo við að kennari forfallaðist í tíma og var þá Haukur settur til að kenna okkur. Seinna full- yrti Haukur við mig, að ég hefði gert upp- steyt í tímanum og æst bekkinn upp á móti sér svo allt hefði farið í handaskolum. Ég hef aldrei trúað þessu. Ég hef þá að minnsta kosti gert það óviljandi. Ég man raunar að þessi tími var með frjálslegra sniði en venjulega, en már finnst það hafi verið skemmtilegasti tím- inn á námskeiðinu. Orð systur minnar megnuðu þrátt fyrir allt ekki að hleypa þeim hita í mig að ég legði mig allan fram við námið, en þegar próf nálg- uðust sá ég mitt óvænna og fór að hugsa til þess hvaða ráð skyldi upp taka. Ég var örugg- ur um falleinkunn í stærðfræði, ef ég tæki ekki undir mig stórt stökk. Stærðfræðin skiptist í algebru og rúmfræði og ég vissi jafnlítið í hvorutveggja. Ég fékk mér þá nokkra einka- tíma í rúmfræðinni hjá Sigurkarli Stefánssyni. Var hann einkar laginn að útskýra dæmin, þau sem við komumst yfir. En þá var algebran. Ég hafði ekki ráð á að kaupa mér einkatíma í henni líka og í henni vissi ég ekki neitt. Mér fannst endilega að Haukur mundi vera sérstak- lega góður stærðfræðingur, því hann var einn af þeim sem reiknuðu á töfluna, og þess vegna bað ég hann að lesa með mér algebruna, en hann sagði: Blessaður vertu, ég get ekkert í þessu, farðu til hans Ingvars. Hann er svo góður í stærð- fræðinni. Ég fór til Ingvars. Hann sat við glugga í lítilli kytru niðri í miðbæ (við Lækjargötu), — og las undir próf. Hann varð feginsglaður, þegar hann sá mig og bauð mér inn í kytruna. Hann beinlínis Ijómaði í framan, svo vel fagn- aði hann mér, einsog hann hefði verið að deyja úr leiðindum. Hann sagði: Heyrðu, kannast þú ekki við Dósóþeus Tí- móþeusson? Ha? sagði ég. Dósóþeus Tímóþeusson, sagði hann. Þú mátt til að kynnast honum, hann er skáld. Er þetta dulnefni? spurði ég. Nei, nei, sagði Ingvar, hann heitir þetta. 70 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.