Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 35
enn meira en svæðaskiptingarreglan hefur gert. Ólíkar umferðarlausnir skapa ólíka borgar- myndun, en þrátt fyrir það eru nú uppi áþekk sjónarmið um mörg atriði borgarmyndunar. í stað svæðaskiptingar leggja skipuleggjend- ur nú margir höfuðáherzlu á samruna hinna þriggja höfuðfunktiona: að búa, að vinna, að njóta frístunda, í sama hverfi; í öðru lagi leggja nú flestir skipuleggjendur höfuðáherzlu á þéttari byggð en gerð hefur verið undan- farna áratugi, og í þriðja lagi leggja þeir til að almenningssamgöngukerfi verði hluti af „strúktúr" borganna á sama hátt og aðalbraut- ir fyrir bíla. Útskýrum: skipuleggjendur leggja nú aðal- áherzlu á að búið sé, unnið, numið og notið frístunda allt innan sama hverfis. Áður var skýrt frá meginorsök þessarar kúvendingar, breytingu þjóðfélaganna, sem er helzt félags- lega ástæða þessarar nýju skipulagsstefnu. Önnur orsök, sem styður þá fyrri er tæknileg: í blönduðum hverfum býr stærri hluti íbú- anna í göngufjarlægð frá vinnustöðum og frí- stundasvæðum. Vélræn umferð minnkar því og dreifist um borgina, og meiri „gangandi umferð“ örvar bein samskipti íbúans og ým- iss konar starfsemi. Bílastæðaþörf borganna minnkar, því að í „blönduðu“ hverfi er sama stæðið notað fyrir atvinnurekstur að degi til og íbúðir á kvöldin og nóttunni. Þetta síðasta atriði er geysi mikilvægt og hefur bein áhrif á þéttleika borganna og nýtinngu landsins. Þéttari borgir: Hvað veldur þeirri stefnu? Til- lögur um þéttari hverfi eiga sér margar or- sakir. Öll þjónusta og sérstaklega verzlun hef- ur nú tilhneigingu til að mynda stærri ein- ingar en áður og því stærri viðskiptamanna- hóp. Til að skapa nálægð íbúðanna, þ. e. við- skiptamannahópsins, við þjónustukjarnana þarf því að byggja þéttar. Til að blandað hverfi verði starfhæft nú þarf það að vera til- tölulega þétt, og miða margir við að minna en 10 mín. gangur þurfi að vera frá íbúðum að næsta þjónustukjarna þess. Séu hverfin byggð þéttar, er einnig hægt að mynda víð- áttumikil útivistarsvæði í kringum þau, án þess að þenja borgina óhóflega út. Þéttari hverfi skapa gjörólíka borgarmynd og krefjast óhefðbundinna lausna, til að skapa íbúunum sólríkar íbúðir og garðsvæði í ná- grenni þeirra. Öll geymslurými og „dimm“ rými hverfa undir yfirborð jarðar eða inn í gluggalausar iður bygginganna. Bílastæði, stigar, böð, kvikmyndahús, leikhús, kirkj- ur og að einhverju leyti verzlun og kvöld- skemmtistaðir hverfa sjónum. Truflun af völd- um bílaumferðar liverfur um leið úr nágrenni íbúðar- og vinnurýmanna. Þétt og blandað nú- tímahverfi hefur því ekki einungis félagslega BIRTIN GU R 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.