Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 54

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 54
ÁRNI LARSSON: HLUTIR JARÐARINNAR Sólin er á lofti. Handan við ljósgráa marflata breiðu hraunsins eru fjöllin upp við himin. Þau virðast öll liggja í beinni línu, liturinn dökkblár og hann sker þau greinilega úr umhverfinu. Brúnir fjallanna eru næstum allar þráðbeinar, eina og eina línu má þó sjá sem ekki er bein, þá ýmist slök og hvelfist inn í bláan lit fjalls- ins eða hún bungar fram í flöt himinsins. Flestar brúnirnar eru þráðbeinar, línurnar mjög skýrar enda þótt þær séu efnislausar og hafi engan lit. Línurnar hallast á ýmsa vegu, hver um sig hefur ákveðna stefnu og þær mynda saman mismunandi gleið horn og blái liturinn fyllir út í þau. Á móti kemur ljósi litur himinsins sem ákvarðar að hálfu skilin að ofan. En útlínur fjallanna mynda fjölda horna. Þau eru ýmist hvöss eða gleið, aldrei mjög hvöss, þó að blái liturinn skerpi þau, hvessi þau sýnu meira, þyngd blámans verður nánast áþreifan- leg án þess að vera það. Og himinninn er tær, ljósblár án nokkurra skýja, enginn hvítur litur á hreyfingu. Niðri við brúnir fjallanna er liturinn jafntær, hreinn eins og gegnsær hlutur og útlínur landsins ber við himin. Dökkblá hornin sker- ast inn í flöt himinsins án þess að ákvarða hann sem sneið í sérstökum fleti eins og him- inninn sé í sjálfum sér út í bláinn, engan við- miðunarpunkt hægt að finna í gegnsæi blám- ans svo að hið óendanlega blasir við í litnum ad infinitum. Breiða hraunsins er ljósgrá. Áferð grámans er jöfn hún teygir sig yfir að neðri skilum fjall- anna. Hraunið virðist marflatt en það er ekki spegilslétt. Það er grái liturinn sem er alls staðar eins, sami gráminn sem þekur flötinn og myndar hann sem eina heild. En yfirborð hraunsins er ekki slétt þó að gráminn sé alls staðar eins. Hann breiðir úr sér eins og stein- gráar öldur á hafi, láréttar bylgjurnar teygja úr sér í sífellu, hljóðar gráar. Gráminn er svo jafn og mikill að hann þurrkar næstum út mjóar sprungurnar sem kvíslast um breiðu hraunsins, heildin rofnar og lágar öldóttar hæðirnar verða að sundurlausum einingum þegar sprungunum er fylgt eftir unz þeim sleppir og það gráa tekur við. Svartar sprungurnar liggja um allan grámann og þær hluta hann í sundur. Grannar sprung- urnar teiknast á grámann, hann verður margir fletir og þeir virðast eins og mött glerbrot með óreglulegum hliðum grárra flata í svörtum grunni hraunsins. Og sólin er á lofti í hvirfilpunkti. Himinninn mjög blár og þegar bláminn nálgast sólina verður hann enn ljósari næstum glær án þess að skera fyllilega úr um hvort hann haldi áfram að vera blár. Liturinn nálgast að verða 52 BIRTINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.