Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 59

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 59
ÞÓRÐUR BEN: NÝIR STRAUMAR í MYNDLIST Á tveimur fyrstu áratugum þessarar aldar á sér stað í myndlist mjög hröð þróunarbreyt- ing, sem flestir þekkja. Upphaf aldarinnar einkenndist af expression- istum, og ef til vill sérstaklega af hreyfingu þýzkra expressionista. Braque og Picasso hrinda af stað kubismanum í París 1907— 1908, og tveimur árum síðar verða fyrstu kon- kret (abstrakt) verkin til, til dæmis hjá Kan- dinsky. 1914—1915 er kubismi þróunarbreytt- ur og á stigi svokallaðs úrvinnslukubisma (verk oftast figurativ, í einni vídd), og á seinni hluta áratugsins sjáum við hann enn breytast og hverfa lit í konkret (abstrakt). Á árunum 1920—55—60 stendur tímabil kon- kret myndlistar yfir. Þetta tímabil er rólegt miðað við áratugina á undan, hægar bylgjur ganga yfir og þá helzt geometria, tasismi, lyr- isk abstraktion og undir það síðasta op mynd- list (op art). Samtímis þessu þróunarbreytast þó aðrar hreyfingar, súrrealismi og hreyfing dadaista á árunum 1915—25. 1955—60 koma fram verk fárra manna, talsvert annars eðlis en það, sem á undan var gengið, og eru það upphafsverk neo realismans (ný-raunsæi). Þessi verk (eða kringumstæður) áttu eftir að hrinda af stað nýrri og hraðri þróunarbreytingu. Þeir, sem kannast við þau, þekkja þau undir heitinu pop. Það heiti er þó ófullnægjandi og villandi. Gamlir dadaistar kalla fyrirbrigðið neo dada- isma, því margt af því, sem nú er gert má rekja til dadaismans á einhvern hátt. Réttara væri þá neo realismi (ný-raunsæi), svo langt sem það nær. Nú orðið er hreyfing þessi nefnd „New Super Realism“ (ný-ofur-raunsæi). Hér tel ég upp fá nöfn helztu frumkvöðla ný-raunsæis: U.S.A.: Andy Warhol hefur varp- að allri hefð, hann notar ekki aðeins vélvæð- ingu, heldur kemur hann hvergi nærri við framleiðslu verka sinna. Myndræna verka hans og hins þekkta Roy Lichtenstein er ný mynd- ræna í myndlist. James Rosenquist, með rjómakenndan velferðaranda. Segal tekur gips- afsteypur af fólki við störf sín, í stríði og við snyrtiborðið. Claes Oldenburg, en um hann verður fjallað sérstaklega síðar í greininni. Evrópumenn hafa farið mun hægar út í raun- sæið. Arfleifð Evrópuþjóða í myndlist er mjög skýr og sterk, og heldur í við listamennina. Frumkvöðlar í Englandi eru þeir Peter Blake, David Hockney, Richard Hamilton, Allen Jones og Peter Philips, allir bendlaðir við ab- strakt-lyrik í útfærslu sinni á raunsæinu, nema Peter Philips. Þýzk nöfn: Wolf Vostel og Josep Bayus, báðir mjög róttækir í myndlist sinni. Fleiri þjóðir eiga athyglisverða og nú þekkta listamenn innan raunsæisins, en ég læt þetta BIRTINGUR 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.