Birtingur - 01.06.1968, Page 43

Birtingur - 01.06.1968, Page 43
JÓN Ú R VÖR: FJÖGUR ÞÝDD LJÓÐ Carl Sandburg: Silfurnaglar Maður nokkur var krossfestur. Öllum ókunnur þegar hann kom til borgarinnar, ákærður og negldur á kross. Lengi hékk hann þarna og gerði hróp að áhorfendum. Þetta eru járnnaglar, sagði hann. Þið eruð aumingjar. í mínu landi eru notaðir silfurnaglar, þegar menn eru kross- festir. Svona lét hann. Menn áttuðu sig ekki á honum í fyrstu. En svo var farið að tala um hann í öðrum tón á kránum, við íþróttaleiki og í kirkjunum. Menn létu sér skiljast, að enginn er krossfestur nema einu sinni á ævi sinni, og þá má ekki minna vera en að notaðir séu silf- urnaglar. Á einu torginu var reist líkneski til þess að heiðra hinn látna. Og vegna þess að mönn- um hafði láðst að festa sér nafn hans í minni á meðan hann var og hét, var hann bara kallaður Jón Silfurnagli. Og það var skráð á fótstall styttunnar. Carl Sandburg: Hamingja Háskólakennara, sem fræða menn um tilgang lífsins, hef ég beðið að segja mér hvað sé hamingja. Til mikilla forystumanna, sem stjórna athöfnum fjöldans, hef ég vikið máli mínu ... Allir hristu þeir höfuð sín, svöruðu mér með brosi sem héldu þeir að ég væri að skopast að þeim. Og svo gekk ég eitt sunnudagskvöld frammeð Desplain ánni og horfði á hóp Ungverja sem sátu í trjá- lundi með konur sínar og börn, hjá þeim var matarkarfa og þeir léku á harmoniku.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.