Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 65

Birtingur - 01.06.1968, Blaðsíða 65
sjötta tug aldarinnar. Hins vegar eru nýrri verk Oldenburgs, unnin úr Vinyl, plasti og lérefti, sennilega til að yfirgefa hina persónu- legu expressionistisku áferð. Það hefur verið sagt um matarskulptura Oldenburgs, sérstaklega ísterturnar, hamborg- arana, súkkuliðiterturnar og rjómabúðingana, að þeir séu fylltir skemmtilegri næmni, eins og að auka vatn í munni, en það væri til að einfalda kraft þeirra. Sumir vilja halda því fram, að skulpturar, eins og t. d. mjúku rit- vélarnar, símarnir og fleiri verk í þeim anda, gætu tengt hann við þróunarbreyttan súrreal- ista, en það finnst mér fráleitt. Oldenburg segir, að hann sé hrifinn af því, sem er við mörk þess, sem kallast fallegt og þess, sem fólk þarf að vinna við í fjöldaframleiðsluþjóðfélagi. Oldenburg hefur látið frá sér fara bók, sem heitir „Store Days“, er hún að sumu leyti listaverk og að öðru leyti yfirlýsing (manifest). Hér verða teknir nokkrir stuttir kaflar úr yfir- lýsingunni, og nokkuð annað, sem varpar ljósi á Oldenburg: „Ég er fyrir list, sem er pólitísk, kynferðisleg, mystisk og gerir eitthvað annað cn að sitja á bossanum á söfnum. Ég er fyrir list, sem vex upp án þess að vita að hún er list. Ég er fyrir list, sem fær form sitt af línum lífsins. Ég er fyrir list, sem er reykt eins og sígaretta og lyktar eins og skópar. Ég er fyrir list, sem blaktir eins og fáni. Ég er fyrir list, sem farið er í og úr eins og inniskóm, sem grefur holur, sem er borðuð eins og búðingur eða yfirgefin eins og saur. Ég er fyrir list, sem er hulin böndum, sem haltrar, hleypur og stekkur. Ég er fyrir list, sem grær í potti, sem kemur af himnum um nótt eins og elding, leynist í skýjunum og urrar. Ég er fyrir list, sem er borin inn í könnu, eða þvegin upp á ströndinni, sem opnað er og lok- að fyrir með takka. Ég er fyrir list, sem hjálpar gömlum konum yfir götu. Ég er fyrir kalda list, 7-up list, pepsi-list, sól- skinslist, 9 centa-list, 15 centa-list, DRO- bombu-list, menthol-list, L&M-list, 9,99-list, núna-list, ný-list, hvernig-list, síðasta tækifæris- list, aðeins-list, demanta-list, á morgun-list, met-o-rama-Hst. Ég er fyrir U.S, skoðaða ríkisstjórnarlist, stóra A-list, stöðuga verðlagslist, gula þroskaða Hst, sérstaka ímyndaða Hst, framleidda list, bezt fyrir lítið list, full hreinsaða list, bananalist, list, sem er rökuð af fótunum og burstuð af tönnunum. Ferningur verður dropalaga. BIRTINGUR 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.