Birtingur - 01.06.1968, Page 59

Birtingur - 01.06.1968, Page 59
ÞÓRÐUR BEN: NÝIR STRAUMAR í MYNDLIST Á tveimur fyrstu áratugum þessarar aldar á sér stað í myndlist mjög hröð þróunarbreyt- ing, sem flestir þekkja. Upphaf aldarinnar einkenndist af expression- istum, og ef til vill sérstaklega af hreyfingu þýzkra expressionista. Braque og Picasso hrinda af stað kubismanum í París 1907— 1908, og tveimur árum síðar verða fyrstu kon- kret (abstrakt) verkin til, til dæmis hjá Kan- dinsky. 1914—1915 er kubismi þróunarbreytt- ur og á stigi svokallaðs úrvinnslukubisma (verk oftast figurativ, í einni vídd), og á seinni hluta áratugsins sjáum við hann enn breytast og hverfa lit í konkret (abstrakt). Á árunum 1920—55—60 stendur tímabil kon- kret myndlistar yfir. Þetta tímabil er rólegt miðað við áratugina á undan, hægar bylgjur ganga yfir og þá helzt geometria, tasismi, lyr- isk abstraktion og undir það síðasta op mynd- list (op art). Samtímis þessu þróunarbreytast þó aðrar hreyfingar, súrrealismi og hreyfing dadaista á árunum 1915—25. 1955—60 koma fram verk fárra manna, talsvert annars eðlis en það, sem á undan var gengið, og eru það upphafsverk neo realismans (ný-raunsæi). Þessi verk (eða kringumstæður) áttu eftir að hrinda af stað nýrri og hraðri þróunarbreytingu. Þeir, sem kannast við þau, þekkja þau undir heitinu pop. Það heiti er þó ófullnægjandi og villandi. Gamlir dadaistar kalla fyrirbrigðið neo dada- isma, því margt af því, sem nú er gert má rekja til dadaismans á einhvern hátt. Réttara væri þá neo realismi (ný-raunsæi), svo langt sem það nær. Nú orðið er hreyfing þessi nefnd „New Super Realism“ (ný-ofur-raunsæi). Hér tel ég upp fá nöfn helztu frumkvöðla ný-raunsæis: U.S.A.: Andy Warhol hefur varp- að allri hefð, hann notar ekki aðeins vélvæð- ingu, heldur kemur hann hvergi nærri við framleiðslu verka sinna. Myndræna verka hans og hins þekkta Roy Lichtenstein er ný mynd- ræna í myndlist. James Rosenquist, með rjómakenndan velferðaranda. Segal tekur gips- afsteypur af fólki við störf sín, í stríði og við snyrtiborðið. Claes Oldenburg, en um hann verður fjallað sérstaklega síðar í greininni. Evrópumenn hafa farið mun hægar út í raun- sæið. Arfleifð Evrópuþjóða í myndlist er mjög skýr og sterk, og heldur í við listamennina. Frumkvöðlar í Englandi eru þeir Peter Blake, David Hockney, Richard Hamilton, Allen Jones og Peter Philips, allir bendlaðir við ab- strakt-lyrik í útfærslu sinni á raunsæinu, nema Peter Philips. Þýzk nöfn: Wolf Vostel og Josep Bayus, báðir mjög róttækir í myndlist sinni. Fleiri þjóðir eiga athyglisverða og nú þekkta listamenn innan raunsæisins, en ég læt þetta BIRTINGUR 57

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.