Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 29

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 29
UR ÝMSUM ÁTTUM FRÁ HÚSMÆÐRASAMBANDI NOREGS í tilefni hátíðisdags húsmæðra á Norðurlönd- um, 10. marz, hefur Húsmæðrasamband Noregs sent ,,Húsfreyjunni“ til birtingar eftirfarandi fréttabréf af starfi sínu: Á þessu ári eru liðin 40 ár síðan N. H. tók til starfa. Þess vegna er ekkert eðlilegra en að minnst sé Maríu Michelet, sem árið 1915 kom á fót stofnun, er nefndist „Landssamband heim- ilanna". Því nafni var síðar breytt í „Húsmæðra- samband Noregs" (N. H.). Vegna gáfna sinna og víðsýni skildi María Michelet mikilvægi þess, að húsmæðrasamtökin næðu um allt þetta víð- áttumikla land, til húsmæðranna í borg og sveit, ekki sízt vegna þeirra erfiðleika, sem yfirstand- andi heimsstyrjöld bakaði þá húsmæðrunum. Lán má það og teljast, að Amalia Övergaard tók þegar þátt í þessu starfi. Sökum hagsýni sinnar tókst hún á hendur að koma fjárreiðum sam- takanna á fastan grundvöll. Árið 1934 tók hún svo við formennskunni af Maríu Michelet. Á fyrsta 25 ára starfstíma sambandsins varð, auk skipulagningar samtakanna, aðalverkefnið mat- aræðið, ásamt upplýsingastarfsemi, mæðrahjálp o. fl. Á þessum árum var líka Húsmæðrasam- band Norðurlanda (N. H. F.) stofnað og Al- heimssamband húsmæðra (A. C. W. W.). Síðari heimsstyrjöldin stöðvaði alveg starf- semi samtakanna. Nazistar lögðu hald á eignir og skrifstofu sambandsins og allt félagsstarf fór í kalda kol. Þegar friður komst á, hófst nýtt tímabil í starfsemi N. H. Árið 1946 var Alette Engelhart kjörin formaður N. H. og því féll það í hennar hlut, að veita samtökunum forustu á erfiðum, en auðugum nýsköpunartímum. Endur- skipulagning sambandsins var eigi hið eina, held- ur höfðu breyttdr þjóðfélagsaðstæður í för með sér stærri og margbreyttari hlutverk. Húsmæð- ur gátu eigi lengur gert ráð fyrir að geta leigt sér hjálp við heimilisstörfin, og margar giftar konur hurfu að því ráði, að vinna utan heimilis. Aðalstarf N. H. hlaut því fyrst og fremst að snúast um félagslega hjálp til handa húsmæðr- um svo sem hjálparstúlkur í viðlögum, barna- garða, vinnustofur barna, og svo endurbót á sjálfum heimilisstörfunum til að létta þau. Milli félaganna voru því látin fara ýmis konar sýnis- horn eins og t. d. fyrirmyndareldhús með til- heyrandi teikningum, koffort með hentugustu, fáanlegum áhöldum, lestin, sem nefndist „það, sem við viljum“ og fór um land allt og varð að lokum nýtízku eldhús með fullkomnasta út- búnaði. Til þess að létta fatasaum á heimilun- um voru send út sýnishorn af barnafötum, gerð eftir þaulreyndum fyrirmyndum. Jafnframt vann saumanefndin að vörugreiningu og efnismerk- ingum, ásamt mælingum af nýjum stærðum barnafatnaðar. Að þessu öllu vinnur Neytenda- ráðið nú orðið. Húsmæðrahjálp í viðlögum, sem var senni- lega það, er N. H. hafði mest erfiði af, er nú svo langt komið, að stjórn þeirra mála heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Hjálparstúlkur þær, sem félögin hafa á sínum vegum, eru nú orðn- ar starfsmenn ríkisins og tvö þeirra námskeiða, sem N. H. hefur rekið fyrir þessar stúlkur, eru nú komin inn í skólakerfi ríkisins. Húsmæðrafélögin reka nú 80 barnagarða, af þeim 135, sem viðurkenndir eru í landinu. Vinnustofur fyrir börn, sem eru einhver elztu viðfangsefni N. H., eru í stöðugum vexti, Tiltölulega nýlega er farið að vinna að orlofi húsmæðra. Þó hefur þessi starfsemi þegar leitt til þess, að mörg slitin húsfreyja, sem aldrei áður hefur notið þess að hafa frí frá störfum, hefur nú öðlast betra heilsufar og nýjan lífsþrótt. Með margvíslegri upplýsingastarfsemi vakn- ar smátt og smátt stéttvísi húsmæðranna. Þeim skilst, að þeirra starf krefst sérþekkingar svo sem önnur störf. Eitt af því sem N. H. vinnur nú að er, að alls konar innanhússstörf verði kennd í alþýðuskólum og húsmæðraskólum. Árið 1953 voru haldin 4097 sýnikennslunám- skeið, lengri námskeið og fyrirlestrar í hús- mæðrafélögunum norsku. Auk þess störfuðu þar 500 leshringar. Til aukinna framfara í hvers konar upplýsingastarfi má hiklaust telja það, að „Húsmæðrablaðið" er nú orðið fastákveðið meðlimablað. Ut á við er sambandið málsvari félaganna, eigi aðeins með því að senda stjórnarvöldunum ýmis konar uppástungur, heldur og að verða við tilmælum þeirra, er með völdin fara, að gefa umsagnir um ýmislegt. Má þar til dæmis nefna hinar mýmörgu uppástungur um húsmæðra- fræðslu og fleiri og betri hýbýli, auk hinna mörgu mála á verksxiði húsfreyjunnar, sem Þjóðar- ráðið (Nasjonalbusjettet) hefur til meðferðar. Álits sambandsins á skattamálum hjóna hefur og verið leitað. Fullyrða má, að í hagnýtum efnum hefur mikið áunnizt. Hins vegar ætti sennilega að beina athyglinni meira að lífi fjölskyldunnar HÚSFREYJAN 29

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.