Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 25
hvæsti mamma reið og skellti hendinni fyrir munninn á mér. En það var of seint, hann var vaknaður eða hér um bil það. Það rumdi í honum og hann teygði sig eftir eldspýtunum. Hann starði steinhissa á úrið. „Langar þig ekki í tesopa, elsk- an“, sagði mamma með lágri auðmjúkri röddu, sem ég hafði aldrei áður heyrt hana nota. Það var eins og hún væri hrædd. ,,Te —“ hrópaði hann hneyksl- aður, „veiztu hvað klukkan er?“ „Og svo langar mig að fara upp á Rathcoony-veg“, sagði ég hátt. Ég var hræddur um, að ég mundi gleyma einhverju vegna allra þess- ara truflana. „Farðu undir eins að sofa, Larry“, sagði hún hvöss. Ég fór að kjökra, það var ómögulegt að einbeita huganum fyrir þessum látum í þeim, og að eyðileggja morgunfyrirætl- anir mínar var eins og að jarða heila fjölskyldu beint úr vöggunni. Pabbi sagði ekki neitt. Hann kveikti í pípunni sinni, tottaði hana, horfði út í rökkrið og skipti sér ekkert af okkur mömmu. Ég fann, að hann var fjúkandi reiður. Þegar ég reyndi að segja eitthvað, þaggaði mamma ergileg niður í mér. Ég var ráðþrota. Þetta var ekki sanngjarnt, það var eitthvað óheillavænlegt við það. 1 hvert einasta sinn, þegar ég hafði bent mömmu á, að það væri óþarfa eyðsla að vera að hafa tvö rúm, þegar við gætum bæði sofið í sama rúminu, hafði hún sagt, að það væri hollara að sofa einn. Og nú var hann kominn, þessi maður, bláókunn- ugur, og svaf hjá henni án þess að hugsa vitund um heilsu hennar. Hann fór snemma á fætur og bjó til te, en þó að hann færði mömmu tebolla, kom hann ekki með neitt handa mér. „Mamma“, öskraði ég, „ég vil líka fá te“. „Já, elskan mín“, sagði hún þolinmóð. „Þú getur drukkið úr undirskálinni henn- ar mömmu". En nú var mér nóg boðið. Annar hvor okkar pabba varð að víkja úr húsinu. Ég vildi ekki drekka úr undirskál, ég vildi vera jafnrétthár á mínu eigin heimili. Til að stríða henni, drakk ég allt teið og skildi ekkert eftir handa henni. Hún tók því líka rólega. En um kvöldið, þegar hún var að hjálpa mér í rúmið, sagði hún blíðlega: „Larry, viltu lofa mér einu?“ „Hvað er það?“ „Að hætta að gera honum pabba þínum ónæði á morgnana“. „Aumingja pabbi“, kannski það. Ég var orðinn tortrygginn gagnvart öllu, sem áhrærði þann ómögu- lega mann. „Hvers vegna?“ spurði ég. „Vegna þess að aumingja pabbi hefur áhyggjur og hann er þreyttur og sefur ekki vel“. „Hvers vegna gerir hann það ekki?“ „Jú, sjáðu nú til, þú veizt, að þeg- ar hann var í stríðinu, fékk mamma aur- ana sína frá pósthúsinu“. „Frá ungfrú Mac Carty?“ „Alveg rétt, en nú hefur ungfrú Mac Carty enga aura framar, svo að pabbi verður að útvega þá. Veiztu hvað gerist, ef hann fær enga aura?“ „Nei“, sagði ég, „segðu mér“. „Ja — ég er hrædd um, að þá yrðum við að fara út og betla, eins og vesalings gamla konan á föstu- dögum. Okkur mundi ekki þykja það gaman, heldurðu það?“ „Nei“, svaraði ég, „það mundi okkur ekki þykja“. „Jæja, viltu þá lofa því að koma ekki og vekja hann?“ „Ég lofa því“. Takið eftir, ég ætlaði að halda loforð- ið. Ég vissi að aurar voru mikið vanda- mál, og ég var alveg fráhverfur því að ganga út og betla, eins og gamla konan á föstudögum. Mamma raðaði öllum gull- unum mínum hringinn í kringum rúmið, svo að hvernig sem ég færi út úr því, hlyti ég að detta ofan á eitthvert þeirra. Þegar ég vaknaði næsta morgun, mundi ég eftir loforðinu. Allt í lagi með það. Ég fór fram úr, settist á gólfið og lék mér í marga klukkutima, að mér fannst. HÚSFREYJAN 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.