Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 11
Ekki verður minnzt á félagslíf þessar- ar sveitar, ungmennafélag eða kvenfélag svo að hennar verði ekki getið. Svo fram- arlega stóð hún í fylkingararmi þeirra, er áhugamestir voru um allar framkvæmd- ir. Æskan átti þar hollvin og hjátp, og konurnar öruggan ráðgjafa, hvort sem um var að ræða skemmtisamkomur, kaffi- sölu, leikstarfsemi eða barnasamkomur. Saumanámskeið annaðist hún og kenndi við marga vetur. Sigurður Guðmundsson skólameistari sagði eitt sinn í eftirmælum eftir góða konu: >,Það er auðkenndi hana mest, voru gáfur hjarta hennar“. Þessi fáu orð gátu líka lýst Kristjönu betur en löng ræða. Góðvild hennar til allra, þelhlýja og sam- úð, gjörði okkur ferðafélögum hennar svo ljúft að vera í nálægð hennar. Og hversu mikið hún var fyrir fólk sitt allt og heim- ili bræðra sinna, vita allir kunnugir. Þegar Kristjana Stefánsdóttir frá Ólafs- gerði mágkona hennar, dó á bezta aldri frá fjórum ungum börnum, hófst nýr þáttur í lífi hennar og starfi. Settist hún þá að hjá Þórarni bróður sínum í nýbýl- inu Laufási — sem stendur rétt hjá Aust- ur-Görðum, og dvaldi þar upp frá því. Það var unun að sjá þann mikla kærleika og eldmóð, er hún lagði í að hlúa að þeim öllum, og hvað gleði hennar var einlæg yfir hinu innilega trausti og hlýja þakklæti, er bróðir hennar og börnin sýndu henni dag hvern að launum, og hef ég aldrei séð einlægari sambúð. Ég held líka, að engri móður hafi ég kynnzt, sem meir hefur fundið til ábyrgðar uppalandans og vanda, en einmitt henni. Móðurlausum dreng, Willard Fiske, bætti hún í hóp- inn, og ól upp sem eigið barn. Hann var bráðgjör og mjög efnilegur, en dó 16 ára að aldri Engum getur gleymzt, sem viðstaddur var þá jarðarför, er Kristjana Kristjana Haraldsdóttir. gekk á grafarbarminn, með þunga sorg- arinnar í svip, en birtu eilífðarinnar í augum og mælti fram þakkir til drengs- ins síns fyrir gleðina, sem hann gaf lífi hennar og fögur bænarorð til fylgdar yfir hafið mikla. Svo stór var hún í sorginni. Svo sterk í trúnni. Eitt af hinum margþættu störfum henn- ar, hin siðari ár, var formennska Kven- félagasambands N.-Þingeyinga. Frá stofn- un þess 12. sept. 1943, til þess er heilsa hennar brast með öllu 1953, var hún óslitið formaður þess félagsskapar, og vann að því starfi með lífi og sál. Okk- ur meðstarfskonum hennar er það bezt kunnugt af hve miklum áhuga og dugn- aði hún rækti það starf. Við áttum með henni margar ferðir, margar starfsstund- ir og margar vökunætur við skýrslugjörð- ir, uppgjör reikninga og kaffisölu í Ás- byrgi. Allt gekk það vel og var létt að vinna, þegar Kristjana var með okkur. Þó að ekki sé hægt að benda á nein unn- in stórvirki þessi árin, hygg ég að þar eigum við henni mest að þakka, hvað mCsfrbyjan 11

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.