Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 27

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 27
skildi, að hann var afbrýðissamur líka. Og þarna stóð mamma í náttkjólnum og leit út eins og hjarta hennar hefði brost- ið á milli okkar. En mér fannst hún hafa unnið til þess, að henni liði illa. Upp frá þessum morgni vorum við pabbi svarnir f jandmenn, og gerðum hvor öðrum allt til bölvunar. Hann reyndi að stela mínum tima með mömmu og ég hans. Það versta var, að ég skildi ekki, hvernig henni gat þótt meira til hans koma en mín. Ég var á allan hátt við- felldnari. Hann talaði mállýzku og sötr- aði, þegar hann drakk teið sitt. Kann- ski var það af því, að hann reykti. Það þótti mér sjálfum aðlaðandi. Svo að ég stal pípunum hans og gekk tottandi um húsið, þangað til hann náði í mig. Ég jafnvel reyndi að sötra teið, en mamma leit á mig og sagði, að ég væri andstyggi- legur. Líklega kom það af þessum óholla vana að sofa saman, svo að ég gerði mér alls konar erindi inn til þeirra, þegar þau voru háttuð, en sá þau aldrei gera neitt, sem gæti skýrt málið. Loks gafst ég al- veg upp. Þetta kæmi líklega af því, að fólk væri fullorðið, og gæfi hvort öðru hringi. Það var ekki annað að gera fyrir mig en að bíða. En ég vildi samt láta hann vita, að ég væri ekki alveg af baki dottinn, og eitt kvöld, þegar hann var sérlega óþolandi og talaði og talaði eins og ég væri ekki til, þá lét ég hann hafa það. ,,Mamma“, sagði ég, „veiztu, hvað ég ætla að gera, þegar ég er orðinn stór?“ „Nei, elskan“, anzaði hún, „hvað er það?“ „Ég ætla að giftast þér“, sagði ég hæg- látur. Það kom hláturgusa frá pabba, en hann skildi nú samt ekki leika á mig. Hann var bara að látast. En mamma, var þrátt fyrir allt ánægð. Ég fann, að sennilega var henni rórra að vita, að vald pabba yfir henni yrði brotið á bak aftur. „Það verður gaman“, sagði hún og brosti. „Já, það verður gaman“,sagði ég í trúnaði, „því að við ætlum að eignast sand af börnum“. „Alveg rétt, góði minn“, sagði hún blíðlega, „ég held að ég ætli bráð- um að eignast eitt, og þá hefur þú nóg- an félagsskap“. Ég varð feykilega glað- ur. Þetta sýndi þó, að þrátt fyrir það að hún léti undan pabba, vildi hún enn taka tillit til óska minna. Og nú gátu Geneykrakkarnir ekki lengur hælst um. En þetta fór allt á annan veg. 1 fyrstu var hún fjarska annars hugar — ég bjóst við að hún væri að hugsa um, hvernig hún ætti að ná í þessar 17,50 — og þó að pabbi væri nú tekinn upp á því að vera úti frameftir öllu kvöldi, kom mér það ekki að neinu gagni. Hún hætti að fara í gönguferðir með mér og varð svo afskaplega mislynd, að það kom fyrir, að hún sló mig út af engu. Stundum ósk- aði ég, að ég hefði aldrei nefnt þetta bannsett barn. Ég virtist hafa alveg sér- staka hæfileika til að leiða ógæfu yfir sjálfan mig. Og sannarlega var það ógæfa. Dengsi kom með afskaplegum hávaða og ringulreið — ekki einu sinni það gat hann gert, án þess að gera gauragang út af engu —, og frá fyrstu stund leizt mér illa á hann. Hann var óþekkt barn og heimtaði sífellda athygli. Mamma lét bókstaflega eins og hún væri vitlaus með hann, og skildi aldrei, þegar hann var að gera sig merkilegan. Sem leikbróðir var hann verri en enginn. Hann svaf all- an daginn, og ég mátti læðast á tánum til að vekja hann ekki. Nú var ekki leng- ur neitt sem hét að vekja ekki pabba. Nei, nú hljóðaði orðtakið „vektu ekki Dengsa“. Ég gat ekki skilið, hvers vegna strákurinn gat ekki sofið á venjulegum tíma eins og annað fólk, svo að þegar mamma sneri baki við okkur vakti ég hann. Stundum, þegar ég vildi halda hon- um vakandi, kleip ég hann. Þegar mamma sá það einn dag, lúbarði hún mig. Eitt kvöld, þegar pabbi kom heim frá vinnu, HÚSFREYJAN 27

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.