Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 7

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 7
börn sín sé, að ala þau upp í sveitinni, jafnvel þótt húsakynni og annar aðbún- aður sé ekki eins og bezt verður á kosið. Húsmæðurnar í Reykjavík hafa svo sem í ýmsu að snúast eins og konurnar í sveit- inni. Ys og þys og sífelld hræðsla um, að börnin fari sér að voða er líka án efa eins þreytandi og erfið verk. Ýmsar aðr- ar áhyggjur og umstang fylgir líka þétt- býlinu, en þekkist ekki í sveitum. Ef t. d. litlar hendur hafa gripið fallegt blóm á leið sinni, hefur það ef til vill verið tekið frá nágrannanum, sem hefur rækt- að það með erfiðismunum. Ut af svona smámunum getur orðið furðumikill há- vaði og stundum harðar ávítur, er leiða til þess, að barnið fær þá hugmynd, að það sé slæmt barn. Að þessu og því um líku getur það svo búið býsna lerigi. Húsa- kostur sumra í kaupstöðum er heldur ekki til að öfundast yfir. Auk þess verða marg- ar húsmæður þar að vinna eitthvað utan heimilis til þess að tekjurnar hrökkvi fyr- ir nauðþurftum. Þær eru sannarlega ekki öfundsverðar, sízt þær, sem eiga mörg börn heima fyrir. Munurinn á kjörum einyrkjakonunnar í sveitinni og verkamannskonunnar í Reykjavík er ekki eins mikill og hvor þeirra um sig kann að halda. Ef til vill er helzti munurinn sá, að sveitakonan býr meira út af fyrir sig, er drottning í sínu ríki, hvernig sem það ríki er. Verkamanns- konan í þéttbýlinu verður að taka meira tillit til þeirra, sem í kringum hana búa, af því að svo skammt er á milli þeirra og hennar. Hún verður að vera sívakandi yfir því, að ekkert gerist, sem hún getur ráðið við, er árekstrum kunni að valda. Hún er aldrei frjáls. Ég get með sanni sagt, að þau 20 ár, sem ég dvaldi uppi í sveit voru mér lær- dómsrík og mikill ávinningur, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. Hið frjálsa líf þar var mér ómetanlegt. Tek ég þar undir orð eins þjóðkunns manns, er hann segir: Betra er að vera klakaklár og krafsa snjó til heiða en lifa mýldur öll sín ár undir hnakk og reiða. Um þetta vil ég, að þær sveitakonur hugsi, sem telja kaupstaðarlífið einhverja alsælu, ef einhverjar eru til, sem hyggja að svo sé. „HÚSFREYJAN" vill vekja athygli húsmæðra á tveimur af þeim fræðsluritum, sem út hafa komið á síðastl. ári á vegum Búnaðarfélags íslands. Er það 6. ritið um heimilisstörfin og 9. ritið um heimilisáhöld. Fyrir allmörgum árum var talsvert um það rætt og ritað hér á landi, að nauðsyn bæri til að gefa gaum að hinum svonefndu „vinnuvís- indum“, þ. e. að læra að vinna hvert verk á sem stytztum tíma, með sem minnstri orku- eyðslu. Mun dr. Guðm. Finnbogason hafa orðið fyrstur manna hér til að rita um málið. í rit- inu um heimiiisstörfin er einmitt verið að fræða um það, hvernig innanhússstörfin beri að vinna á sem hagkvæmastan hátt. Mun sízt af veita fyrir flestar húsmæður að hagnýta sér þetta. Bæklingurinn um heimilisáhöld fjallar ein- göngu um ýms áhöld við matreiðslu, bæði minni og stærri, þó ekki vélar né önnur tæki, er ganga fyrir rafmagni. Eigi þarf að lýsa því fyrir hús- mæðrum, hversu óhentug tæki tefja hvert verk, en þau hagkvæmu flýta ótrúlega fyrir. Þess vegna er mikils um vert, þó að um smáverkfæri sé að ræða, að rétt sé valið. Bæklingurinn gefur ágætar leiðbeiningar í því efni, byggðar á reynslu og rannsóknum fólks í öðrum löndum, sem hef- ur það hlutverk með höndum að leiðbeina um val slíkra áhalda. Nú kann að vera, að húsmæð- ur líti svo á, að þær verði að láta sér nægja að kaupa það, sem fyrir hendi er í næstu verzl- un. En nú er kominn tími til, að þær geri sér það ljóst, að það eru þær sjálfar, sem geta ráðið innfluntingi heimilistækjanna, en ekki innflytj- andinn. Húsmæðurnar eiga ekki að láta bjóða sér óhagkvæm og léleg tæki, heldur kaupa að- eins það, sem þær vita bezt og hagkvæmast. Þá hverfa lélegu tækin af sjálfu sér af mark- aðinum, því að hver verzlun reynir jafnan fyrst og fremst að fullnægja eftirspurninni. HÚSFREYJAN 7

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.