Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 10
fermingarkyrlar verði hvarvetna notað-
ir hér á landi áður en mörg ár líða. Ligg-
ur í augum uppi, að nokkur sparnaður
er þetta fyrir aðstandendur barnanna,
ekki sízt stúlkna, því að fermingarkjól-
ar þeirra hafa oft verið óhæfilega dýrir
fyrir efnalitla foreldra. Annað vegur þó
ekki minna í augum fjölda manna, þó að
til kunni að vera þeir, er telja þá hlið
málsins ekki mikils verða. Sjálf ferm-
ingarathöfnin hlýtur að verða hátíðlegri
en ella, þegar öll ungmennin, sem fermd
eru hverju sinni, bera þennan látlausa,
hvíta skrúða. Þetta hlýtur, meðal ann-
ars, að gera alla viðstadda minnuga hins
sígilda sannleika, er því miður vill stund-
um gleymast, að frammi fyrir Drottni
eru allir jafnir, sá snauði jafn þeim auð-
uga, sá lítilmótlegi jafn þeim háttsetta.
Kristjana Haraldsdóttir
frá Austur-Görðum.
F. 18. ágúst 1898 — D. 19. marz 1954
1 Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu
er bær sá, er Austur-Garðar heitir. Má
heita, að bær þessi liggi um miðja sveit
og rétt í þjóðbraut. Þar bjuggu um síð-
ustu aldamót og fyrstu tugi þessarar ald-
ar hjónin Sigríður Sigfúsdóttir og Har-
aldur Ásmundsson. 18. dag ágústmánað-
ar árið 1898 fæddist þeim hjónum dóttir,
er í skírninni hlaut nafnið Kristjana. 1
Austur-Görðum ólst hún svo upp í fjöl-
mennum systkinahóp mannvænlegra
barna.
Hirðusemi úti og inni, hjálpfýsi og
greiðasemi við alla, er eftir leituðu, ein-
kenndi þetta heimili. Ekki voru þá lagðir
vegir um þvera sveit og endilanga eins
og nú, en troðnar voru slóðir allra átta
heim að Austur-Görðum. Margir leituðu
þar ýmis konar fyrirgreiðslu, meðal ann-
ars var oft 'leitað til húsfreyjunnar með
saumaskap og prjón, og ekki voru þær
gamlar að árum elztu systurnar, er þær
gátu veitt móður sinni ýmis konar að-
stoð. Var Kristjana elzt þeirra og fór
því eigi varhluta að þessu.
Ung kenndi Kristjana lasleika í baki,
og lá þá lengi rúmföst, fyrst heima, og
síðar um það bil ár á sjúkrahúsi Akur-
eyrar. Þar fékk hún tækifæri, — eftir
að fótaferð var fengin — til að kynna
sér hjúkrun, ganga á milli sjúklinganna,
veita þeim hjálp, hressa og gleðja.
Varð þetta sterkur þáttur í lífi henn-
ar upp frá því, enda var hún oft fengin
til að annast um sjúklinga í heimahús-
um og fylgja þeim sem flytja þurfti burtu.
Lengsum ævi sinnar var þó Kristjana sjálf
heilsuveil og þurfti oftar en að þessu
sinni að dvelja á sjúkrahúsi.
10 HÚSFREYJAN