Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 15

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 15
Frank O’Connor: $mm vmm mm mm Pabbi var í hernum allt stríðið — fyrra stríðið á ég við, svo að þangað til ég var fimm ára, hafði ég ekki mikið af honum að segja, og þau litlu kynni, sem ég hafði af honum, ollu mér engum áhyggjum. Stundum vaknaði ég við, að stór persóna í hermannabúningi gægðist niður að mér við kertaljós. Stundum snemma á morgn- ana heyrði ég útidyrahurðinni skellt, og glamrið í járnuðum stígvélum niður göt- una. Þannig kom og fór pabbi, alveg eins leyndardómsfullur og St. Nikulás. Satt að segja þótti mér gaman að heimsókn- um hans, þó að það væri óþægilegt að troða sér niður á milli hans og mömmu í stóra rúminu snemma á morgnana. Hann reykti, og af honum lagði þægilega myglu- lykt, og svo rakaði hann sig, en það var starf, sem ég hafði feykilegan áhuga á. I hvert skipti skildi hann eftir sæg af minjagripum, smáskriðdreka, Gurkha- hnífa og þýzka hjálma, það var allt látið í aflangan kassa uppi á klæðaskáp. Það gæti kannske komið að gagni seinna, sagði pabbi. Mamma lofaði mér stundum að leika mér að þessu dóti, þegar pabbi var ekki heima. Henni þótti ekki nærri eins mikið varið í það og honum. Styrjaldarárin voru friðsælustu ár ævi minnar. Glugginn á súðarherberginu mínu sneri í suðaustur. Mamma hafði að vísu hengt gluggatjöld fyrir hann, en þau komu að litlu haldi. Ég vaknaði við fyrstu ljós- geislana, og allar áhyggjur frá liðnum degi hurfu eins og dögg fyrir sólu. Mér fannst ég verða eins og sólin sjálf, reiðu- búinn að lýsa og gleðja. Lífið var aldrei eins auðvelt og lokk- andi eins og á morgnana. Ég stakk fót- unum út undan rúmfötunum. Ég kallaði þá ,,maddömu hægri“ og „maddömu vinstri“. Ég fann upp á alls konar ævintýrum fyr- ir þær, og svo skröfuðu þær um vanda- mál komandi dags, það er að segja, mad- dama hægri talaði. Hún var svo mikið fyrir að láta bera á sér. Ég hafði ekki sama vald yfir maddömu vinstri, svo að hún varð oftast að gera sér að góðu að kinka kolli. Þær töluðu um, hvað við mamma ætluðum að gera í dag, hvað St. Nikulás mundi færa vissum náunga á jólunum, og hvað hægt væri að gera til að hressa upp á heimilið. Það var nú t. d. þetta vandamál um smábarnið. Okkur mömmu kom aldrei saman um það. Okkar hús var eina hús- ið í allri brekkunni, þar sem ekki var smábarn. Mamma sagði, að við hefðum ekki ráð á því fyrr en pabbi kæmi heim úr stríðinu, af því að þau kostuðu 17,50. Það sýndi, hvað hún var einföld. Geney- hjónin uppi á brekkunni höfðu fengið smábarn, og það vissu þó allir að þau höfðu ekki ráð á að borga 17,50. Nú, þetta hafði líka verið ódýrt barn, og mamma vildi fá eitthvað fínna. Mér fannst hún gera of miklar kröfur. Geney- barnið hefði verið alveg nógu gott fyrir okkur. Þegar ég var búinn að ráða við mig, hvað ég ætlaði að gera yfir daginn, setti ég stól undir þakgluggann og lyfti rúðunni, svo að ég gæti stungið höfðinu út. Úr glugganum blöstu við allir garð- arnir í brekkunni bak við okkar hús, dal- urinn þar fyrir neðan og stóru rauðu húsin, sem teygðu sig upp eftir brekk- Frh. á bls. 23. H 0 8 FR E YJAN 15

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.