Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 9

Húsfreyjan - 01.03.1955, Blaðsíða 9
í Akraneskirkju vorið 1954. FERMINGARKYRTLAR Mörg kvenfélög munu hafa hug á því að stuðla að því af fremsta megni, að upp verði tekin sú venja að öll börn séu skrýdd hvítum kyrtlum á meðan ferm- ing þeirra fer fram, eins og þegar var fram- kvæmt í fyrravor á Akureyri, Akranesi og í Vestmannaeyjum. Hins vegar munu margar konur telja sig lítt færar til þess að beita sér ákveðið fyrir framkvæmd þessari í sínum söfnuði vegna ókunnug- leika á ýmsu, er mál þetta varðar, svo sem efnisval, kostnað o. fl. Fyrir því hef- ur ,,Húsfreyjan“ aflað sér nokkurra upp- lýsinga um þetta hjá sóknarprestinum á Akranesi, sr. Jóni M. Guðjónssyni. Birt- ist hér nokkuð af því helzta, er um var rætt við prestinn, ef vera kynni, að það gæti orðið lesendum blaðsins til nokk- urrar leiðbeiningar. Efni þau, sem notuð hafa verið eru ,,popilin“ eða ,,trickotine“. Eru efni þessi ekki mjög dýr, en talin góð og áferðar- falleg. Talið er, að 5 metra þurfi að með- altali í hvern kyrtil, en hentugt þykir að hafa fjórar stærðir, nr. 38, 40, 42 og 44. Eru þá millistærðirnar tvær miðaðar við meðalstór börn á fermingaraldri, en nr. 38 við þau, sem ekki geta talist í meðallagi stór og nr. 44 aftur við þau börn, sem hafa náð meira en meðalþroska. Þarf vitanlega mest af millistærðunum tveim. Verð hvers kyrtils mun hafa orðið 150 krónur, þar af 75 krónur saumalaun. Myndir þær, er fylgja greinarkorni þessu, sýna glöggt, hve klæðilegir kyrtl- arnir eru bæði á piltum og stúlkum og ættu því að ýta undir þá hreyfingu, sem þegar er vöknuð víðs vegar á landinu, að hCsfreyjan 9

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.