Húsfreyjan - 01.01.1960, Blaðsíða 7
óskaði ekki að búa í húsinu, ákvað
menntamálaráðuneytið, að Húsmæðra-
kennaraskólinn skyldi fá það og heimilaði,
að nauðsynlegar breytingar yrðu gerðar
á húsaskipan.
Skólastjórinn kveðst vera mjög ánægð-
ur með starfsskilyrði þar, eftir að breyt-
ingum á húsinu var lokið. í kjallara er
stórt eldhús, þar sem hægt er að kenna
um tuttugu stúlkum samtímis og veitir
ekki af því, þegar verið er t. d. að kenna
hópum eins og t. d. hjúkrunarnemum. Eru
raunverulega fjórar eldhúseiningar, sem
hægt er að skipta nemendum í til kennslu.
Þar að auki er geymsla, þvottahús og
straustofa í kjallara.
Á gólfhæð hússins er anddyri, eldhús,
stór borð- og setustofa og skrifstofa, auk
herbergis fyrir skólastjóra. Yfir kjallara
eru herbergi fyrir kennara, snyrtihebergi
og fataherbergi fyrir nemendur, auk stórr-
ar kennslustofu, þar sem hægt er að kenna
bóklegar greinar og hafa einnig sýni-
kennslu í matargerð.
Námstími í Húsmæðrakennaraskólan-
um eru tæpir 22 mánuðir, tveir vetur í
Reykjavík og eitt sumar að Laugarvatni.
Bóklegar námsgreinar eru efnafræði, nær-
ingarefnafræði, vöruþekking, íslenzka,
reikningur, bókfærsla, líffærafræði,
heilsufræði, grasafræði og eðlisfræði. Sál-
arfræði er kennd seinni veturinn. Verk-
legaar greinar eru matargerð, bökun, hý-
býlafræði, háttvísi og alls konar kennslu-
æfingar.
Seinni veturinn kenna nemendurnir á
matreiðslunámskeiðum í skólanum og úti
í skólum bæjarins. Þeir kenna einnig
hjúkrunarnemum matreiðslu sjúkrafæðis,
svo að þegar námstímanum lýkur, hafa
þeir þegar fengið allverulega æfingu í
kennslustörfum.
Meðan dvalið er að Laugarvatni læra
stúlkurnar meðferð mjólkur, hirðingu og
fóðrun hænsna og svína og garðrækt. Að
haustinu er svo garðmatur og kjötmeti
búið til geymslu og neyzlu. Þegar hefur
verið komið upp smá matjurtagarði við
skólahúsið, svo að nýtt grænmeti sé sem
lengst til neyzlu.
Til prýði hafa verið gróðursettar 700
trjáplöntur í brekkunni sunnan við skóla-
húsið.
Á námstímanum er nemendum sýnt
sveitabú, garðyrkjustöð, alls konar verk-
smiðjur, bændaskólinn að Hvanneyri er
heimsóttur og að húsmæðraskólanum að
Varmalandi dveljast þeir þrjá daga þegar
skólastarfið er í fullum gangi, því ekki er
heimsókn í skóla nema svipur hjá sjón,
sé dagleg starfsemi ekki í fullu fjöri.
Inntökuskilyrði í skólann eru þau, að
nemandi sé um tvítugt, hafi tekið gott
gagnfræða- eða landspróf, eða helzt stúd-
entspróf og hafi verið á húsmæðraskóla.
Skólastjóri telur áríðandi, að undirbún-
ingur sé sem beztur, einkum megi telja
nauðsynlegt að þær hafi verið á hús-
mæðraskóla, en þó hefur einstaka sinnum
verið vikið frá því skilyrði, ef önnur
menntun er sérlega góð.
I maímánuði í vor útskrifast niu hús-
mæðrakennarar úr skólanum og þar með
er lokið níunda námstímabili hans, eða
18 ára starfi. Alls hafa um 90 nemendur
útskrifazt á þeim tíma, en þó er verulegur
skortur á kennurum í þessari grein og
jafnvel þó að allar þær, sem úskrifast í
vor, fari að vinna að ári, verður ekki hægt
að fullnægja eftirspurninni. Margar aðrar
stöður en kennsla standa nemendunum
opnar að prófi loknu. Æði margar af fyrr-
Frh. á bls. 35
í eldhúsinu
1
HÚSFREYJAN
7